Jón fær varla frið eftir samstuðið við Batman Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. október 2016 07:00 Jón Halldórsson landpóstur lenti í orrahríð eftir myndbirtingu úr Djúpuvík. Mynd/Jón Halldórsson „Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Þessi skrif eru komin út um allan heim og ég hef varla fengið frið síðan,“ segir Jón Halldórsson, landpóstur og ljósmyndari, sem birti myndir úr Djúpuvík á meðan kvikmyndagerðarfólk við Hollywood-myndina Justice League var þar á svæðinu. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu fékk Jón harða gagnrýni, meðal annars frá aðalvarðstjóra lögreglunnar i Hólmavík, fyrir að hafa tekið myndirnar í Djúpuvík og birt á bloggsíðu sinni. Jón var sagður vera að skemma fyrir heimamönnum sem vildu gjarnan geta fengið fleiri slík verkefni á Strandir. Hann segir þessa gagnrýni ekki eins útbreidda og sumir vilji vera láta. „Þetta kvikmyndafólk sagði út um allan heim að allir í Árneshreppi hefðu haft samband við mig og beðið mig að taka út þessar myndir. Það er ekki rétt. Það hafði enginn sem á heima þarna fyrir norðan samband við mig – ekki einn,“ fullyrðir Jón. Eini maðurinn sem hafi beðið um slíkt hafi verið maður sem fór fyrir öryggisgæslu á kvikmyndasvæðinu. „Löggan hefur ekki haft samband við mig en ég sá hvað varðstjórinn sagði [í Fréttablaðinu] um að þetta væri óheppilegt. En á sama tíma og ég var þarna voru tugir manna að taka myndir út um bílgluggana. Ég er einhver meiri ógn en allir hinir. Það skil ég ekki. Í mínum huga er þetta bara stormur í vatnsglasi,“ segir Jón landpóstur.Ég var í fullum réttiMikil umræða varð í athugasemdakerfi Vísis við umfjöllun Fréttablaðsins undir yfirskriftinni Bréfberi ógn við Batmanmynd. Jón bar þar hönd fyrir höfuð sér. „Ég sem heimamaður hér á Ströndum og 100 prósent Íslendingur og áhugamaður um að taka skammlausar myndir hátt í 40 ár tel mig vita hvað má og hvað ekki má. Ef á að banna myndatökur svo sem þessum í Reykjarfirði þá er það ekki hægt nema með lögregluvaldi og reglugerð sem hefur verið birt í Lögbirtingarblaðinu. Það var ekki gert og það er bara ekki hægt að rakka mig ofan í drullusvaðið vegna þeirra mistaka. Ég var í fullum rétti sem fullvalda íslenskur þegn þarna að taka myndir af fallegri sveit sem ég og örugglega allir í heiminum elska alveg í tætlur.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Tengdar fréttir Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04 Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00 Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ben Affleck og Momoa í góðum gír á Íslandi Svo virðist sem að haldið hafi verið partý í gær. 15. október 2016 07:04
Bréfberi ógn við Batmanmynd Aðalvarðstjóri í lögreglunni segir póstburðarmann spilla fyrir Strandamönnum með birtingu mynda af tökustað Hollywoodmyndar í Djúpuvík. Pósturinn segir sér hafa verið skipað að fjarlægja myndir af netinu. 14. október 2016 07:00
Hollywood-ljóminn farinn af Djúpavík: Stjörnurnar farnar eftir að hafa sungið og trallað á milli langra vinnudaga á Ströndum Einkaþoturnar farnar og starfsfólki fækkað úr um það bil 300 niður í rúmlega 20. 17. október 2016 11:51