Drekinn Haraldur hárfagri lagður af stað til Vínlands Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2016 14:00 Drekinn Haraldur hárfagri á siglingu utan við Eystribyggð á Grænlandi. Mynd/Peder Jacobsson. Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada. Eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða var lagt af stað í fyrradag frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi en næsti áfangastaður er L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn fannst árið 1960 og er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust fornleifar eftir víkinga árið 1960.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÚtilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna. Hins vegar fundust þar smjörhnetur, sem líklegt þykir að víkingarnir hafi tekið með sér af syðri breiddargráðum. Þær þurfa álíka hlýtt loftslag og vínviður og þykir þetta sterk vísbending um að Leifur og hans menn komust á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er ein af þessum heillandi ráðgátum sem margir hafa glímt við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að fara á líklega staði en skipinu verður siglt inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar og þaðan áfram inn á Vötnin miklu. Meðal annars verður komið við í Toronto og Chicago. Síðasti áfangastaðurinn verður New York-borg. Fylgjast má með för skipsins á heimasíðu leiðangursins. Fornminjar Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Sjá meira
Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er nú leiðinni milli Grænlands og Kanada. Eftir nærri vikulangt stopp í Eystribyggð Eiríks rauða var lagt af stað í fyrradag frá bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi en næsti áfangastaður er L‘anse aux Meadows á norðurodda Nýfundnalands. Þar eru einu fornminjar sem fundist hafa í Norður-Ameríku sem staðfest hefur verið með óyggjandi hætti að eru eftir veru norrænna manna í kringum árið 1000. Staðurinn fannst árið 1960 og er talinn hafa verið bækistöð Leifs Eiríkssonar og félaga. Frá L'Anse aux Meadows á nyrsta hluta Nýfundnalands í Kanada. Þar fundust fornleifar eftir víkinga árið 1960.Stöð 2/Friðrik Þór HalldórssonÚtilokað þykir að þar hafi vínviður vaxið á tímum norrænu víkinganna. Hins vegar fundust þar smjörhnetur, sem líklegt þykir að víkingarnir hafi tekið með sér af syðri breiddargráðum. Þær þurfa álíka hlýtt loftslag og vínviður og þykir þetta sterk vísbending um að Leifur og hans menn komust á slóðir þar sem vínviður gat vaxið. Hvar Vínland var er ein af þessum heillandi ráðgátum sem margir hafa glímt við. Drekanum Haraldi hárfagra er einmitt ætlað að fara á líklega staði en skipinu verður siglt inn Saint Lawrence-flóa til Quebec-borgar og þaðan áfram inn á Vötnin miklu. Meðal annars verður komið við í Toronto og Chicago. Síðasti áfangastaðurinn verður New York-borg. Fylgjast má með för skipsins á heimasíðu leiðangursins.
Fornminjar Tengdar fréttir Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43 Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30 Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00 Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Mengunin nær alla leið til Vestfjarða Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Sjá meira
Drekinn Haraldur hárfagri í Eystribyggð á Grænlandi Stærsta víkingaskip veraldar, Drekinn Haraldur hárfagri, er komið fyrir Hvarf, suðurodda Grænlands, 21. maí 2016 08:43
Fornleifar í Kanada taldar geta skýrt Vínlandsgátuna Fornleifafræðingar hafa fundið rústir sem gætu verið eftir víkinga sem sigldu frá Íslandi fyrir þúsund árum. 1. apríl 2016 19:30
Stærsta víkingaskip veraldar í Reykjavík Norskur auðjöfur vill minna heiminn á hverjir voru fyrstir Evrópumanna til að uppgötva Ameríku. 10. maí 2016 18:00
Fer í fornleifaleiðangur til Kanada á tíræðisaldri Einn elsti Facebook notandi landsins er á leið í fornleifaleiðangur til Kanada. 6. ágúst 2014 09:47