Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2016 18:11 Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Jarðskjálftahrina hófst um hádegisbilið 29. september og stendur enn yfir. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Varað er við ferðum í og við jökulár sem renna frá Mýrdalsjökli. Sérstaklega má tiltaka Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi.Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar: 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðbragðsaðilar séi undirbúnir undir það að atburðarrásin geti farið hratt af stað gjósi Katla. „Kvikan gæti verið að reyna að þoka sér í átt að yfirborði en það er eins langt og við komumst. Við þurfum að fylgjast með hvernig þetta þróast,“ segir Freysteinn. „Við þurfum alltaf að vera undirbúin undir það að Katla geti farið af stað. Við undirbúum okkur undir það að atburðarrásin geti farið mjög hratt af stað.“ Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra segir að vísindamenn teli að þarna sé ferð á kvika lengst niðri og því sé mikilvægt að að viðbragðsaðilar undirbúi sig undir framhaldið skyldi Katla gjósa. Óvissustigið gefi þó ekki endilega til kynna að eldgos í Kötlu sé væntanlegt. „Þetta er gert til þess að fólk horfi til og hlusti og veiti því athygli hvað getur gerst.“ Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7. Tengdar fréttir Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli. Jarðskjálftahrina hófst um hádegisbilið 29. september og stendur enn yfir. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Varað er við ferðum í og við jökulár sem renna frá Mýrdalsjökli. Sérstaklega má tiltaka Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi.Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar: 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðbragðsaðilar séi undirbúnir undir það að atburðarrásin geti farið hratt af stað gjósi Katla. „Kvikan gæti verið að reyna að þoka sér í átt að yfirborði en það er eins langt og við komumst. Við þurfum að fylgjast með hvernig þetta þróast,“ segir Freysteinn. „Við þurfum alltaf að vera undirbúin undir það að Katla geti farið af stað. Við undirbúum okkur undir það að atburðarrásin geti farið mjög hratt af stað.“ Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri almannavarna hjá ríkislögreglustjóra segir að vísindamenn teli að þarna sé ferð á kvika lengst niðri og því sé mikilvægt að að viðbragðsaðilar undirbúi sig undir framhaldið skyldi Katla gjósa. Óvissustigið gefi þó ekki endilega til kynna að eldgos í Kötlu sé væntanlegt. „Þetta er gert til þess að fólk horfi til og hlusti og veiti því athygli hvað getur gerst.“ Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. Nokkrir stórir skjálftar hafa orðið en sá stærsti mældist 3,7.
Tengdar fréttir Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20
Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45