Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 14:20 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“ Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“
Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46
Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08
Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44