Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 Birgir Olgeirsson skrifar 30. september 2016 14:20 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“ Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
„Katla getur gosið litlum og penum gosum,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um mögulegt Kötlugos. Óvenju mikil virkni hefur verið í eldstöðinni Kötlu undanfarinn sólarhring og ákvað Veðurstofa Íslands að breyta litakóða fyrir Kötlu úr grænu í gult í hádeginu í dag. Margir óttast stórt Kötlugos og hafa ímyndað sér miklar hamfarir af því en Páll bendir á að ekki eru öll Kötlugos eintómar hamfarir. „Sennilega var Kötlugos árið 2011 án þess að nokkur tæki eftir því,“ segir Páll í samtali við Vísi um málið. Hann segir ómögulegt að spá fyrir um hversu stórt næsta Kötlugos verður. „Þetta er eins og öll eldfjöll, stundum gjósa þau litlum gosum og stundum fallegum gosum, stundum hættulegum gosum og stundum stórum gosum og Katla er engin undantekning frá því,“ segir Páll. Hann segir það vera einfalt mál að skálda rosalegar hamfarasögur varðandi Kötlu ef menn eru þannig sinnaðir. „En ég bendi á þrjá síðustu atburði sem líklega hafa verið gos í Kötlu. 1955, þá voru menn beint ofan á jöklinum á meðan gos stóð yfir án þess að taka eftir því. 1999, þá kom aftur svona atburður og flóð á Sólheimasandi. 2011, þá kom gosórói og svo hlaup sem tók brúna Múlakvísl. Það sást ekki til goss og sumir halda því enn fram að það hafi ekki verið neitt gos. Þannig að Katla getur gosið svo litlum gosum að við tökum ekki eftir því,“ segir Páll. Síðasta stórgos í Kötlu var árið 1918 og segir Páll bilið á milli stórra gosa í Kötlu vera orðið ansi langt núna. Hann bendir þó á að gosið sem varð í Grímsvötnum árið 2011 hafa verið miklu stærra gos en það sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og olli talsverðum vandræðum út af öskufalli. „Þetta Grímsvatnagos sem varð árið 2011, það er kannski það sem kemst næst því að vera svipað eins og Kötlugosin hafa verið, þessi stærri. Þannig að við erum nú þegar búin að sjá sýnishorn af slíku gosi og það er allt í lagi að leggja áherslu á það í fréttaflutningnum. Menn eru alltaf að tala um þetta rosalega gos sem standi fyrir dyrum í Kötlu en við fengum sýnishorn af slíku gosi árið 2011 en það olli engum rosalegum vandræðum. Sú aska sem kom þar upp var svipuð gerðar og það sem má búast við úr venjulegu Kötlugosi.“
Tengdar fréttir Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46 Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08 Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Sjá meira
Mesta virknin í Kötlu-hrinunni greindist í hádeginu: Litakóðanum breytt úr grænu í gult Veðurstofan segir engan gosóróa sýnilegan á þessari stundu. 30. september 2016 12:46
Vísindaráð fundar í Skógarhlíð vegna skjálftavirkni í Kötlu Mikil virkni hefur verið í eldstöðinni undanfarinn sólarhring. 30. september 2016 14:08
Vísindaráð almannavarna fundar: Katla virðist vera að ræskja sig Öflug jarðskjálftavirkni hefur verið í Kötlu síðastliðinn sólarhring. 30. september 2016 11:44