Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2016 15:00 Guðni Th. Jóhannesson hefur afar gott forskot í kosningunum eins og staðan er í dag. Enn eru þó 30 dagar til kosninga. Vísir Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57 prósent fylgi í tveimur skoðakönnunum sem stuðningsmenn hans annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig. Davíð mælist með 22 prósent fylgi í báðum könnunum. Munurinn er 35 prósentustig þegar þrjátíu dagar eru í að landsmenn ganga til kosninga. Um 249 þúsund Íslendingar eru á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar. Kjörsókn var tæplega 70 prósent í forsetakosningunum árið 2012 og 63 prósent í kosningunum 2004. Í kosningunum 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti, var kosningaþátttaka tæplega 86 prósent. Ólafur Ragnar var endurkjörinn árið 2000 og 2008 án kosninga.Andri Snær Magnason er með 11-12 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.Vísir/ValliErfitt er að spá fyrir um nákvæmlega hver þátttaka verður í kosningunum í ár. Ekki er ólíklegt að þátttakan verði einhvers staðar á fyrrnefndu bili. Sé farinn millivegur mætti reikna með kosningaþátttöku í kringum 75 prósent sem svarar til um 187 þúsund manns. Ef miðað er við að 187 þúsund manns gangi að kjörborðinu þá svarar 35 prósentustigamunurinn í dag til rúmlega 65 þúsund manns. Helmingurinn af þessum 65 þúsund manns þyrfti því að fara af „Guðna-vagninum“ yfir á „Davíðs-vagninn“ á næstu 30 dögum, þ.e. skipta um skoðun fyrir kjördaginn þann 25. júní. Það svarar til rúmlega eitt þúsund manns á dag sem þyrftu að skipta um skoðun og kjósa Davíð í stað Guðna þann 25. júní.Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.Augljóslega þurfa enn fleiri að hætta við að kjósa Guðna og greiða öðrum forsetaframbjóðendum atkvæði svo að einhver annar en Guðni eða Davíð verði næsti forseti Íslands. Þá gætu stuðningsmenn hinna sömu einnig skipt um skoðun áður en yfir líkur en þau atkvæði sem ekki lenda hjá Davíð eða Guðna, samkvæmt nýjustu könnunum, eru 21 prósent. Í þessum pælingum að ofan, sem ætlað er að setja stöðuna í kapphlaupinu um forsetaembættið samkvæmt könnunum í samhengi, er ekki tekið tillit til þess að töluverður fjöldi verður búinn að greiða atkvæði fyrir 25. júní. Í kosningunum árið 2012 voru atkvæði utan kjörfundar rúmlega 23 prósent sem var óvenjuhátt hlutfall. Reikna má með því að vegna Evrópumótsins í Frakklandi þar sem reikna má með því að 15-20 þúsund Íslendingar verða staddir að hlutfall atkvæða utan kjörfundar í ár verði aftur nokkuð hátt. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er þó 22. júní og því verður stór hluti að öllum líkindum kominn til landsins 25. júní. Fróðlegt verður að sjá hvernig fram vindur en leikar gætu farið að æsast en fyrstu kappræður forsetaefna í sjónvarpi verða í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum. Kappræðurnar verða einnig í beinni útsendingu á Vísi, strax að loknum kvöldfréttum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57 prósent fylgi í tveimur skoðakönnunum sem stuðningsmenn hans annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig. Davíð mælist með 22 prósent fylgi í báðum könnunum. Munurinn er 35 prósentustig þegar þrjátíu dagar eru í að landsmenn ganga til kosninga. Um 249 þúsund Íslendingar eru á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar. Kjörsókn var tæplega 70 prósent í forsetakosningunum árið 2012 og 63 prósent í kosningunum 2004. Í kosningunum 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti, var kosningaþátttaka tæplega 86 prósent. Ólafur Ragnar var endurkjörinn árið 2000 og 2008 án kosninga.Andri Snær Magnason er með 11-12 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.Vísir/ValliErfitt er að spá fyrir um nákvæmlega hver þátttaka verður í kosningunum í ár. Ekki er ólíklegt að þátttakan verði einhvers staðar á fyrrnefndu bili. Sé farinn millivegur mætti reikna með kosningaþátttöku í kringum 75 prósent sem svarar til um 187 þúsund manns. Ef miðað er við að 187 þúsund manns gangi að kjörborðinu þá svarar 35 prósentustigamunurinn í dag til rúmlega 65 þúsund manns. Helmingurinn af þessum 65 þúsund manns þyrfti því að fara af „Guðna-vagninum“ yfir á „Davíðs-vagninn“ á næstu 30 dögum, þ.e. skipta um skoðun fyrir kjördaginn þann 25. júní. Það svarar til rúmlega eitt þúsund manns á dag sem þyrftu að skipta um skoðun og kjósa Davíð í stað Guðna þann 25. júní.Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.Augljóslega þurfa enn fleiri að hætta við að kjósa Guðna og greiða öðrum forsetaframbjóðendum atkvæði svo að einhver annar en Guðni eða Davíð verði næsti forseti Íslands. Þá gætu stuðningsmenn hinna sömu einnig skipt um skoðun áður en yfir líkur en þau atkvæði sem ekki lenda hjá Davíð eða Guðna, samkvæmt nýjustu könnunum, eru 21 prósent. Í þessum pælingum að ofan, sem ætlað er að setja stöðuna í kapphlaupinu um forsetaembættið samkvæmt könnunum í samhengi, er ekki tekið tillit til þess að töluverður fjöldi verður búinn að greiða atkvæði fyrir 25. júní. Í kosningunum árið 2012 voru atkvæði utan kjörfundar rúmlega 23 prósent sem var óvenjuhátt hlutfall. Reikna má með því að vegna Evrópumótsins í Frakklandi þar sem reikna má með því að 15-20 þúsund Íslendingar verða staddir að hlutfall atkvæða utan kjörfundar í ár verði aftur nokkuð hátt. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er þó 22. júní og því verður stór hluti að öllum líkindum kominn til landsins 25. júní. Fróðlegt verður að sjá hvernig fram vindur en leikar gætu farið að æsast en fyrstu kappræður forsetaefna í sjónvarpi verða í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum. Kappræðurnar verða einnig í beinni útsendingu á Vísi, strax að loknum kvöldfréttum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira