Sex þingmenn Framsóknarflokks andsnúnir kosningum í haust Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. maí 2016 22:59 Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi í upphafi síðasta mánaðar um að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning kosninga kæmi til með að velta á framvindu þingmála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag að hann sæi ekki mikla kosti við það að flýta kosningum. Þá hafa einstaka þingmenn flokksins lýst því yfir að réttara væri að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Fréttastofa leitaði til allra þingmanna Framsóknarflokksins sem ekki hafa opinberlega lýst sinni skoðun á málinu og spurði: Styður þú að boðað verði til alþingiskosninga í haust? Af 19 þingmönnum flokksins sagðist aðeins einn styðja það að boðað yrði til kosninga í haust. Níu þingmenn sögðust styðja að boðað yrði til kosninga í haust, með fyrirvara um að tiltekin mál yrðu kláruð á Alþingi. Sex þingmenn sögðu nei við spurningu fréttastofu en þrír gáfu ekki upp afstöðu eða svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins grundvallað á því að tiltekin mál verði kláruð og í kjölfarið boðað til kosninga. „Þingstörfin hafa gengið ágætlega að undanförnu. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af framhaldi þingstarfa og þess vegna eru engar forsendur fyrir því að fara að tala um breyttar dagsetningar fyrir kosningarnar. Í samtölum mínum við forsætisráðherra hefur þetta verið alveg skýrt,” segir Bjarni Benediktsson. Ef að þið náið ekki öllum þessu stóru málum í gegn, munu þá kosningarnar frestast? „Það er algjörlega ótímabært að fara að spá einhverju slíku,” segir Bjarni. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gerir fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir algjörlega ótímabært að spá um hvort kosningar muni frestast fram á vor. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar komust að samkomulagi í upphafi síðasta mánaðar um að stytta kjörtímabilið um eitt löggjafarþing og halda kosningar í haust. Nákvæm dagsetning kosninga kæmi til með að velta á framvindu þingmála. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, sagði í þættinum Eyjunni á Stöð 2 síðastliðinn sunnudag að hann sæi ekki mikla kosti við það að flýta kosningum. Þá hafa einstaka þingmenn flokksins lýst því yfir að réttara væri að klára kjörtímabilið og kjósa næsta vor. Fréttastofa leitaði til allra þingmanna Framsóknarflokksins sem ekki hafa opinberlega lýst sinni skoðun á málinu og spurði: Styður þú að boðað verði til alþingiskosninga í haust? Af 19 þingmönnum flokksins sagðist aðeins einn styðja það að boðað yrði til kosninga í haust. Níu þingmenn sögðust styðja að boðað yrði til kosninga í haust, með fyrirvara um að tiltekin mál yrðu kláruð á Alþingi. Sex þingmenn sögðu nei við spurningu fréttastofu en þrír gáfu ekki upp afstöðu eða svöruðu ekki fyrirspurn fréttastofu. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins grundvallað á því að tiltekin mál verði kláruð og í kjölfarið boðað til kosninga. „Þingstörfin hafa gengið ágætlega að undanförnu. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af framhaldi þingstarfa og þess vegna eru engar forsendur fyrir því að fara að tala um breyttar dagsetningar fyrir kosningarnar. Í samtölum mínum við forsætisráðherra hefur þetta verið alveg skýrt,” segir Bjarni Benediktsson. Ef að þið náið ekki öllum þessu stóru málum í gegn, munu þá kosningarnar frestast? „Það er algjörlega ótímabært að fara að spá einhverju slíku,” segir Bjarni.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira