Fall af hestbaki á Íslandi olli dauða bresks manns Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2016 16:36 Maðurinn þorði ekki að greina frá slysinu af ótta við að það hefði áhrif á tryggingar sínar. skjámyndir af Daily Mail Breskur maður andaðist eftir slys sem hann varð fyrir á Íslandi, en hann féll af hestbaki þegar hann var hér í fríi fyrir hálfu ári. Honum blæddi út vegna innvortis meiðsla sem hann hlaut við fallið. Maðurinn hélt slysinu og meiðslum sínum leyndum því hann taldi að það kynni að fella úr gildi ferðatryggingu sem hann hafði keypt.Daily Mail greinir frá þessu. Maðurinn heitir Paul Schofield, hann var 58 ára gamall tveggja barna faðir og hafði farið á spítala á Íslandi eftir atvikið. Þar hélt hann því fram að hann væri með brákuð rifbein. Hann óttaðist að tryggingafélagið myndi líta svo á að reiðtúrinn flokkaðist undir gáleysislegt athæfi. Þess í stað sagðist hann hafa runnið til á ösku, og dottið á gangstétt í Reykjavík. Læknarnir hugðu því ekki að sér og útskrifuðu hann með lyfseðil uppá verkjalyf. Hann hneig hins vegar niður þegar hann kom aftur í íbúðina í Reykjavík. Honum var þá ekið í snatri á Landspítala Háskólasjúkrahús með sjúkrabíl en dó eftir aðgerð. Rannsóknir leiddu í ljós að dánarorsökin var rifið milta. Schofield var frá Stockport í nágrenni Manchester og hafði hann keypt ferð til Íslands sem jólagjöf til sín sjálfs og Rosalyn Davies, konu sem hann var í sambandi með. Fóru þau til Íslands í leyfi í apríl á þessu ári. Eins og áður segir greinir Daily Mail frá þessu og þar má sjá talsvert ítarlegri umfjöllun um þessa ferð sem endaði svo hörmulega.Daily Mail fjallar ítarlega um málið í dag.skjámynd af Daily Mail Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00 Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Breskur maður andaðist eftir slys sem hann varð fyrir á Íslandi, en hann féll af hestbaki þegar hann var hér í fríi fyrir hálfu ári. Honum blæddi út vegna innvortis meiðsla sem hann hlaut við fallið. Maðurinn hélt slysinu og meiðslum sínum leyndum því hann taldi að það kynni að fella úr gildi ferðatryggingu sem hann hafði keypt.Daily Mail greinir frá þessu. Maðurinn heitir Paul Schofield, hann var 58 ára gamall tveggja barna faðir og hafði farið á spítala á Íslandi eftir atvikið. Þar hélt hann því fram að hann væri með brákuð rifbein. Hann óttaðist að tryggingafélagið myndi líta svo á að reiðtúrinn flokkaðist undir gáleysislegt athæfi. Þess í stað sagðist hann hafa runnið til á ösku, og dottið á gangstétt í Reykjavík. Læknarnir hugðu því ekki að sér og útskrifuðu hann með lyfseðil uppá verkjalyf. Hann hneig hins vegar niður þegar hann kom aftur í íbúðina í Reykjavík. Honum var þá ekið í snatri á Landspítala Háskólasjúkrahús með sjúkrabíl en dó eftir aðgerð. Rannsóknir leiddu í ljós að dánarorsökin var rifið milta. Schofield var frá Stockport í nágrenni Manchester og hafði hann keypt ferð til Íslands sem jólagjöf til sín sjálfs og Rosalyn Davies, konu sem hann var í sambandi með. Fóru þau til Íslands í leyfi í apríl á þessu ári. Eins og áður segir greinir Daily Mail frá þessu og þar má sjá talsvert ítarlegri umfjöllun um þessa ferð sem endaði svo hörmulega.Daily Mail fjallar ítarlega um málið í dag.skjámynd af Daily Mail
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00 Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00
Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45