Út á sjó um Versló Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. ágúst 2016 09:00 Áslaug Arna virðist nokkuð reffileg á sjónum og sést hér með ónefndum kollega sínum og einu stykki makríl. Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir. Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira
Maður er aðeins að jafna sig á sjóriðunni, ég varð samt ekkert sjóveik úti á sjó – ég fékk samt mjög mikla sjóriðu þegar ég kom í land, það var allt á fleygiferð hérna heima. Það var allavegana gott að sleppa við sjóveikina, þá gat maður að minnsta kosti unnið almennilega,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi flokksins í Reykjavík. Hún hitaði upp fyrir framboðstörnina með annarri törn – hún var að koma af sjó, en hún hélt til makrílveiða með skipinu Sigurði VE frá Vestmannaeyjum rétt fyrir Þjóðhátíð.Sumarafleysingum fylgir oft ákveðin busun, var einhver slík um borð í Sigurði? „Nei, þeir voru afskaplega almennilegir við mig, þeir sem voru um borð. Ég var eina stelpan en við vorum tveir afleysingamenn þarna. En það voru nokkur atriði sem ég lenti í – til dæmis að reyna að draga stólinn að borðinu og fattaði ekki að hann væri fastur gólfið og þeir hlæja að manni því að það er greinilegt að maður er í fyrsta skiptið á sjó.“En hvers vegna ákvaðstu að skella þér á sjó? „Mig hefur lengi langað til að prófa að fara á sjó til að kynnast sjávarútveginum og starfi sjómannsins. Ég fékk tækifæri til þess hjá mjög öflugu fyrirtæki sem er burðarás sinnar byggðar þarna í Vestmannaeyjum. Ég fékk tækifæri til að sjá þessar veiðiaðferðir og allar þessar framfarir í veiðum og vinnslu. Það var ótrúlega gaman að fá að prófa og taka þátt í þessu.“Skáldið sagði að sjómennskan væri ekkert grín, var þetta ekki drulluerfitt? „Jú, jú, þetta er algjör törn. En þetta er líka gaman – læra á veiðarfærin og dæla inn fisknum og svona. En þetta er vinna, þetta er hörkuvinna. Ég var þarna í sex daga og við fórum út á Grænlandsmið. Ég var orðin frekar sleip í þessum verkum, seinni part ferðarinnar allavegana. Maður svaf ekki lengi í einu þarna, það var bara ræst með símtali. Það var aftur á móti áhugavert að koma heim og sofa – það var svo mikil þögn allt í einu og allt svo kyrrt.“ Annars segist Áslaug Arna vera að fara að skipta úr sjómannsgírnum yfir í framboðsgírinn enda ekki langt í kosningar. Hún er núna í óðaönn við að undirbúa þann pakka og því má segja að það séu miklar sviptingar í lífi hennar um þessar mundir þó að bæði viðfangsefnin, sjómennskan og framboðið, séu ákveðnar tarnir.
Mest lesið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Sjá meira