Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2016 18:53 Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira
Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. Nýting á hvalaafurðum er þáttur í hefðum og sögu Íslendinga og hafa þær verið mikilvæg fæða á borðum á Íslandi í margar aldir. Skoðanakannanir hafa leitt í ljós að meira en 70 prósent Íslendinga hafa stutt og styðja sjálfbærar hvalveiðar. Þegar Ísland gekk að nýju í Alþjóðahvalveiðiráðið árið 2002 setti íslenska ríkið lögmætan fyrirvara gagnvart banni við hvalveiðum í vísindaskyni. Frá þessum tíma hafa verið stundaðar sjálfbærar veiðar á hvalategundum eins og langreyði og hrefnu innan efnahagslögsögunnar.Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra með forsvarsmönnum söfnunarinnar í gær þegar undirskriftirnar voru afhentar.Í gær afhentu International Fund for Animal Welfare og Hvalaskoðunarsamtök Íslands Gunnari Braga Sveinssyni sjávarútvegsráðherra 88.500 undirskriftir með áskorun um að hætta hvalveiðum. Stór hluti þeirra sem skrifuðu undir eru erlendir ferðamenn. Sigursteinn Másson er talsmaður söfnunarinnar. „Þetta spillir fyrir hvalaskoðun. Það eru aldrei færri hrefnur sem sjást núna á þessu ári og síðasta ári. Það eru allir sammála um þetta. Önnur rök eru veiðiaðferðirnar. Þær eru gamaldags og það getur tekið langan tíma að deyða dýrin. Frá dýravelferðarsjónarmiði er það ekki ásættanlegt,“ segir Sigursteinn. Það er hins vegar staðreynd að ferðamönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi á sama tíma og sjálfbærar hvalveiðar eru stundaðar. Þetta þýðir að hvalveiðar Íslendingar hafa lítið að segja þegar ferðamenn taka ákvörðun um að koma hingað. Mjög lítið er veitt af hrefnu í dag eða 20-30 dýr árlega. Sigursteinn segir þetta „gagnslausar veiðar“ sem séu bara til ama fyrir hvalaskoðunarfyrirtæki. „Núna erum við að horfa upp á að það eru túristar sem halda uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. Kjötið á veitingastöðunum er allt saman markaðssett fyrir ferðamennina,“ segir Sigursteinn. Þetta þýðir efnislega að sú einkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að hætta hvalveiðum og halda þeim áfram því það eru ferðamenn sem skoða hvalina og það eru ferðamenn sem neyta þeirra. Nokkrir veitingastaðir í miðbæ Reykjavíkur bjóða upp á hrefnusteik. Þá var um tíma í boði hrefnuborgari á Hamborgarafabrikkunni en hann er ekki lengur á matseðlinum. Hrefnukjöt þykir herramanns matur ef það er rétt eldað.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Sjá meira