Bárðarbunga fyrsta öskjusig sem mældist nákvæmlega Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júlí 2016 19:45 Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni. Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Aldrei í sögunni hefur vísindamönnum tekist að fylgjast jafn vel með öskjusigi eins og í Bárðarbungu fyrir tveimur árum. Það orsakaði Holuhraunsgosið, stærsta eldgos Evrópu frá Skaftáreldum. Vísindaritið Science birtir í dag ítarlega grein um atburðinn þar sem íslenskir vísindamenn eru aðalhöfundar. Landsmenn muna eflaust flestir enn vel eftir myndunum sem birtust í sjónvarpsfréttunum árið 2014 af logandi gígaröðinni, sem á sex mánuðum sendi frá sér meira hraun upp á yfirborð en menn höfðu orðið vitni að á Íslandi allt frá tímum Skaftárelda. Þetta var mun stærra gos en Katla 1918 og Hekla 1947.Eldsprungan í Holuhrauni á fyrstu dögum eldgossins í september 2014. Kvikan flæddi úr öskju Bárðarbungu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrir vísindamennina var hins vegar enn meira spennandi að fylgjast með því sem var að gerast undir jökulhettu Bárðarbungu en samtímis því sem kvikan flæddi þaðan út seig askjan um 65 metra. „Öskjusig fylgja öllum stærstu gosum sem verða. Á síðustu hundrað árum hafa orðið sjö öskjusig í heiminum og þetta er það fyrsta sem tókst að mæla mjög nákvæmlega alveg frá upphafi og til enda,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Afraksturinn birtist í dag í ítarlegri grein bandaríska vísindaritsins Science en höfundar hennar eru 48 vísindamenn frá fjórtán stofnunum í níu löndum.Skýringarmyndir úr grein vísindaritsins Science.„Náið samstarf Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er svona lykillinn að þessu en jafnmikilvægir eru okkar góðu erlendu samstarfsaðilar,“ segir Magnús Tumi, sem er fyrsti höfundur. Og það er kannski ágætt að ímynda sér að við stöndum á barmi Almannagjár þegar við reynum að átta okkur á því hvað sigdalurinn er stór sem myndaðist þegar botninn í Bárðarbungu seig fyrir tveimur árum.Ferðamenn horfa yfir sigdalinn Þingvelli. Sigið í Bárðarbungu er tvöfalt dýpra.visir/pjetur„Ef við tökum stærðina þá er svæðið sem seig meira en einn metra, - það er 110 ferkílómetrar, sem er næstum því eitt og hálft Þingvallavatn að flatarmáli. Mesta sig var 65 metrar. Þetta er svona skálarlögun á þessu þannig að mesta sigið er nálægt miðju. Það eru 65 metrar. Það er svona tvöfalt sigið á Þingvöllum, hæðin frá brún Almannagjár niður að Þingvöllum, - niður að Þingvallavatni, - eða aðeins minna en hæð Hallgrímskirkju,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson. Meðal fjölmiðla sem fjallað hafa um rannsóknina í dag er The New York Times.Skýringarmynd úr Science sem sýnir hvernig kvikan þrýstist úr öskju Bárðarbungu og fann sér uppgöngu í Holuhrauni.
Tengdar fréttir Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Bárðarbunga gæti valdið stórgosi í Veiðivötnum Sérfræðingar Veðurstofu segja líklegast að það taki eldstöðina nokkur ár að safna upp nægilegum þrýstingi fyrir stórgos. 6. janúar 2016 19:30
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45