Landstólpi og Landstólpar Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2016 13:22 Arnar Bjarni segir sig hafa orðið fyrir ítrekuðu ónæði og hreinlega skaða vegna nafnaruglings. Arnar Bjarni Eiríksson er forstjóri Landstólpa – í eintölu. Þetta er byggingafyrirtæki sem menn rugla statt og stöðugt saman við Landstólpa þróunarfélag. Arnari Bjarna er ekki skemmt og í morgun var tekin fyrir lögbannsbeiðni hans í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að Landstólpum þróunarfélagi verði meinað að nota nafnið. Landstólpar þróunarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu vegna framkvæmda við Hörpu; við flutning hafnargarðs þar en ágreiningur er uppi milli ríkis og fyrirtækisins hverjum beri að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sem nemur í kringum 500 milljónum. Arnar Bjarni segir að Landstólpi sinn sé fimmtán ára félag sem starfar á sviði mannvirkjagerðar.Landstólpi Arnars Bjarna og félaga er lítið sem ekkert í gömlum hafnargörðum, en þeim mun meira í fjósunum.„Svo komu þessir ágætu herramenn fram fyrir tveimur árum og ég er búinn að vera í málarekstri í hátt í tvö ár að fá þessu nafni hnekkt. Úrskurður ráðuneytisins féll mér ekki í hag. Þar töldu menn að við störfuðum ekki á sama markaðssvæði þrátt fyrir að vera í sömu starfsgrein,“ segir Arnar Bjarni. Þetta þykir honum fráleitt í ljósi þess að Landstólpi hefur byggt liðlega hundrað hús hringinn í kringum landið og í Færeyjum. „Þar á meðal á Reykjavíkursvæðinu. Rök ráðuneytisins voru þau að landstólpi væri almennt orð í orðabók en ekki sérnafn og því gæti ég ekki haft einkarétt á nafninu.“ Arnar Bjarni gefur lítið fyrir það. Og telur sig og sitt fyrirtæki hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna þessa. „Þetta hefur verið glamrandi í fjölmiðlum nú lengi og það fer mjög illa í okkar viðskiptavini, sem eru til dæmis bændur. Við erum að selja hús og svo fóðurbæti og höfum allt sem til þarf til að byggja nýtt og nútímalegt fjós.“ Arnar Bjarni segir umfjöllunina hafa verið með neikvæðum hætti. Auk þess sem hann verður fyrir margvíslegu ónæði, símhringingum og þannig hátti til að Landstólpar þróunarfélag sé ekki með heimasíðu og því berist honum til dæmis ógreiddir reikningar og annað slíkt. Hann vill reyna að girða fyrir þetta með lögbannskröfu sinni. Arnar Bjarni og hans menn sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu um málið á sínum tíma, en enginn sá tilefni til að birta hana nema Bændablaðið, þannig að hann vonar að bændur velkist ekki í vafa um hvers kyns sé. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Arnar Bjarni Eiríksson er forstjóri Landstólpa – í eintölu. Þetta er byggingafyrirtæki sem menn rugla statt og stöðugt saman við Landstólpa þróunarfélag. Arnari Bjarna er ekki skemmt og í morgun var tekin fyrir lögbannsbeiðni hans í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að Landstólpum þróunarfélagi verði meinað að nota nafnið. Landstólpar þróunarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu vegna framkvæmda við Hörpu; við flutning hafnargarðs þar en ágreiningur er uppi milli ríkis og fyrirtækisins hverjum beri að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sem nemur í kringum 500 milljónum. Arnar Bjarni segir að Landstólpi sinn sé fimmtán ára félag sem starfar á sviði mannvirkjagerðar.Landstólpi Arnars Bjarna og félaga er lítið sem ekkert í gömlum hafnargörðum, en þeim mun meira í fjósunum.„Svo komu þessir ágætu herramenn fram fyrir tveimur árum og ég er búinn að vera í málarekstri í hátt í tvö ár að fá þessu nafni hnekkt. Úrskurður ráðuneytisins féll mér ekki í hag. Þar töldu menn að við störfuðum ekki á sama markaðssvæði þrátt fyrir að vera í sömu starfsgrein,“ segir Arnar Bjarni. Þetta þykir honum fráleitt í ljósi þess að Landstólpi hefur byggt liðlega hundrað hús hringinn í kringum landið og í Færeyjum. „Þar á meðal á Reykjavíkursvæðinu. Rök ráðuneytisins voru þau að landstólpi væri almennt orð í orðabók en ekki sérnafn og því gæti ég ekki haft einkarétt á nafninu.“ Arnar Bjarni gefur lítið fyrir það. Og telur sig og sitt fyrirtæki hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna þessa. „Þetta hefur verið glamrandi í fjölmiðlum nú lengi og það fer mjög illa í okkar viðskiptavini, sem eru til dæmis bændur. Við erum að selja hús og svo fóðurbæti og höfum allt sem til þarf til að byggja nýtt og nútímalegt fjós.“ Arnar Bjarni segir umfjöllunina hafa verið með neikvæðum hætti. Auk þess sem hann verður fyrir margvíslegu ónæði, símhringingum og þannig hátti til að Landstólpar þróunarfélag sé ekki með heimasíðu og því berist honum til dæmis ógreiddir reikningar og annað slíkt. Hann vill reyna að girða fyrir þetta með lögbannskröfu sinni. Arnar Bjarni og hans menn sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu um málið á sínum tíma, en enginn sá tilefni til að birta hana nema Bændablaðið, þannig að hann vonar að bændur velkist ekki í vafa um hvers kyns sé.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira