Landstólpi og Landstólpar Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2016 13:22 Arnar Bjarni segir sig hafa orðið fyrir ítrekuðu ónæði og hreinlega skaða vegna nafnaruglings. Arnar Bjarni Eiríksson er forstjóri Landstólpa – í eintölu. Þetta er byggingafyrirtæki sem menn rugla statt og stöðugt saman við Landstólpa þróunarfélag. Arnari Bjarna er ekki skemmt og í morgun var tekin fyrir lögbannsbeiðni hans í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að Landstólpum þróunarfélagi verði meinað að nota nafnið. Landstólpar þróunarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu vegna framkvæmda við Hörpu; við flutning hafnargarðs þar en ágreiningur er uppi milli ríkis og fyrirtækisins hverjum beri að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sem nemur í kringum 500 milljónum. Arnar Bjarni segir að Landstólpi sinn sé fimmtán ára félag sem starfar á sviði mannvirkjagerðar.Landstólpi Arnars Bjarna og félaga er lítið sem ekkert í gömlum hafnargörðum, en þeim mun meira í fjósunum.„Svo komu þessir ágætu herramenn fram fyrir tveimur árum og ég er búinn að vera í málarekstri í hátt í tvö ár að fá þessu nafni hnekkt. Úrskurður ráðuneytisins féll mér ekki í hag. Þar töldu menn að við störfuðum ekki á sama markaðssvæði þrátt fyrir að vera í sömu starfsgrein,“ segir Arnar Bjarni. Þetta þykir honum fráleitt í ljósi þess að Landstólpi hefur byggt liðlega hundrað hús hringinn í kringum landið og í Færeyjum. „Þar á meðal á Reykjavíkursvæðinu. Rök ráðuneytisins voru þau að landstólpi væri almennt orð í orðabók en ekki sérnafn og því gæti ég ekki haft einkarétt á nafninu.“ Arnar Bjarni gefur lítið fyrir það. Og telur sig og sitt fyrirtæki hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna þessa. „Þetta hefur verið glamrandi í fjölmiðlum nú lengi og það fer mjög illa í okkar viðskiptavini, sem eru til dæmis bændur. Við erum að selja hús og svo fóðurbæti og höfum allt sem til þarf til að byggja nýtt og nútímalegt fjós.“ Arnar Bjarni segir umfjöllunina hafa verið með neikvæðum hætti. Auk þess sem hann verður fyrir margvíslegu ónæði, símhringingum og þannig hátti til að Landstólpar þróunarfélag sé ekki með heimasíðu og því berist honum til dæmis ógreiddir reikningar og annað slíkt. Hann vill reyna að girða fyrir þetta með lögbannskröfu sinni. Arnar Bjarni og hans menn sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu um málið á sínum tíma, en enginn sá tilefni til að birta hana nema Bændablaðið, þannig að hann vonar að bændur velkist ekki í vafa um hvers kyns sé. Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Arnar Bjarni Eiríksson er forstjóri Landstólpa – í eintölu. Þetta er byggingafyrirtæki sem menn rugla statt og stöðugt saman við Landstólpa þróunarfélag. Arnari Bjarna er ekki skemmt og í morgun var tekin fyrir lögbannsbeiðni hans í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem hann fer fram á að Landstólpum þróunarfélagi verði meinað að nota nafnið. Landstólpar þróunarfélag hefur verið í fréttum að undanförnu vegna framkvæmda við Hörpu; við flutning hafnargarðs þar en ágreiningur er uppi milli ríkis og fyrirtækisins hverjum beri að mæta þeim kostnaði sem af hlýst, sem nemur í kringum 500 milljónum. Arnar Bjarni segir að Landstólpi sinn sé fimmtán ára félag sem starfar á sviði mannvirkjagerðar.Landstólpi Arnars Bjarna og félaga er lítið sem ekkert í gömlum hafnargörðum, en þeim mun meira í fjósunum.„Svo komu þessir ágætu herramenn fram fyrir tveimur árum og ég er búinn að vera í málarekstri í hátt í tvö ár að fá þessu nafni hnekkt. Úrskurður ráðuneytisins féll mér ekki í hag. Þar töldu menn að við störfuðum ekki á sama markaðssvæði þrátt fyrir að vera í sömu starfsgrein,“ segir Arnar Bjarni. Þetta þykir honum fráleitt í ljósi þess að Landstólpi hefur byggt liðlega hundrað hús hringinn í kringum landið og í Færeyjum. „Þar á meðal á Reykjavíkursvæðinu. Rök ráðuneytisins voru þau að landstólpi væri almennt orð í orðabók en ekki sérnafn og því gæti ég ekki haft einkarétt á nafninu.“ Arnar Bjarni gefur lítið fyrir það. Og telur sig og sitt fyrirtæki hafa orðið fyrir margvíslegum skaða vegna þessa. „Þetta hefur verið glamrandi í fjölmiðlum nú lengi og það fer mjög illa í okkar viðskiptavini, sem eru til dæmis bændur. Við erum að selja hús og svo fóðurbæti og höfum allt sem til þarf til að byggja nýtt og nútímalegt fjós.“ Arnar Bjarni segir umfjöllunina hafa verið með neikvæðum hætti. Auk þess sem hann verður fyrir margvíslegu ónæði, símhringingum og þannig hátti til að Landstólpar þróunarfélag sé ekki með heimasíðu og því berist honum til dæmis ógreiddir reikningar og annað slíkt. Hann vill reyna að girða fyrir þetta með lögbannskröfu sinni. Arnar Bjarni og hans menn sáu sig knúna til að gefa út yfirlýsingu um málið á sínum tíma, en enginn sá tilefni til að birta hana nema Bændablaðið, þannig að hann vonar að bændur velkist ekki í vafa um hvers kyns sé.
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira