Piana greinir frá skilnaðinum á Instagram-síðu sinni en þar segir hann þetta ár hafa verið yndislegra en nokkur getur ímyndað sér.
„Ævintýri líkast en eins og öll pör deildum við og ákváðum í sameiningu að þetta væri best fyrir okkur,“ segir Piana og tekur fram að þau sé þrátt fyrir allt enn góðir vinir.
Hann sagði það vera nauðsynlegt fyrir sig að tilkynna þetta opinberlega því þau voru varla aðskilin í eina mínútu á meðan allt lék í lyndi. „Þannig að um leið og einhver sér okkur ekki saman þá verður fyrsta spurningin: Hvar er Sara? Um 20 manns hafa spurt mig þessarar spurningar í ræktinni í dag. Þegar ég útskýri það tekur við 20 mínútna spjall um það,“ skrifar Piana.