Tónleikar í háskólakapellunni í hádeginu í dag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2016 09:30 Hafdís og Grímur hafa leikið reglulega saman sem dúó frá árinu 2010. Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Grímur Helgason klarínettuleikari flytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Jean Rivier á háskólatónleikum í dag. Tónleikarnir verða í kapellunni á annarri hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands og hefjast klukkan 12.30 Sérstakur gestur tónleikanna verður Hildigunnur Einarsdóttir messósópran sem syngur í verki Hróðmars. Svo efni tónleikanna sé lýst nánar þá hefst tónverk Þorkels, Tvíteymi, á látlausu stefi sem smám saman leitar upp á við, tekur ýmsum breytingum í samleik hljóðfæranna uns tónsmíðin spannar allt tónsvið þeirra. Þorkell tileinkaði verkið flautuleikaranum Averil Williams sem frumflutti það í Íslandsheimsókn sinni árið 2007 ásamt Einari Jóhannessyni klarínettuleikara. Elín samdi Leik fyrir Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Ármann Helgason klarínettuleikara sem frumfluttu verkið í Melbourne í Ástralíu í október 2010. Segja má að verkið sé einmitt leikur að endurteknu stefjaefni. Pósthólf hjartans eftir Hróðmar Inga var upphaflega hluti af söngflokknum Stokkseyri fyrir kontratenór og kammersveit sem Sverrir Guðjónsson og Caput hópurinn frumfluttu árið 1995, en nú heyrist þessi þáttur í fyrsta sinni í nýrri gerð fyrir mezzósópran, flautu og klarínettu. Ljóðið er eftir Ísak Harðarson. Duo Jeans Rivier ber vott um þá miklu grósku sem var í tónsmíðum fyrir tréblásara í París á öldinni sem leið. Verkið er í þremur þáttum og tónmál þess vegur á spennandi hátt salt milli ljóðrænu, dramatíkur og glaðlegrar franskrar snerpu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016 Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari og Grímur Helgason klarínettuleikari flytja verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Jean Rivier á háskólatónleikum í dag. Tónleikarnir verða í kapellunni á annarri hæð aðalbyggingar Háskóla Íslands og hefjast klukkan 12.30 Sérstakur gestur tónleikanna verður Hildigunnur Einarsdóttir messósópran sem syngur í verki Hróðmars. Svo efni tónleikanna sé lýst nánar þá hefst tónverk Þorkels, Tvíteymi, á látlausu stefi sem smám saman leitar upp á við, tekur ýmsum breytingum í samleik hljóðfæranna uns tónsmíðin spannar allt tónsvið þeirra. Þorkell tileinkaði verkið flautuleikaranum Averil Williams sem frumflutti það í Íslandsheimsókn sinni árið 2007 ásamt Einari Jóhannessyni klarínettuleikara. Elín samdi Leik fyrir Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara og Ármann Helgason klarínettuleikara sem frumfluttu verkið í Melbourne í Ástralíu í október 2010. Segja má að verkið sé einmitt leikur að endurteknu stefjaefni. Pósthólf hjartans eftir Hróðmar Inga var upphaflega hluti af söngflokknum Stokkseyri fyrir kontratenór og kammersveit sem Sverrir Guðjónsson og Caput hópurinn frumfluttu árið 1995, en nú heyrist þessi þáttur í fyrsta sinni í nýrri gerð fyrir mezzósópran, flautu og klarínettu. Ljóðið er eftir Ísak Harðarson. Duo Jeans Rivier ber vott um þá miklu grósku sem var í tónsmíðum fyrir tréblásara í París á öldinni sem leið. Verkið er í þremur þáttum og tónmál þess vegur á spennandi hátt salt milli ljóðrænu, dramatíkur og glaðlegrar franskrar snerpu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. október 2016
Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira