Óformlegar þreifingar milli Pírata og Viðreisnar um mögulegt stjórnarsamstarf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2016 15:10 Óformlegar þreifingar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf hafa átt sér stað milli Pírata og Viðreisnar. Þetta kom fram í viðtali við Ástu Guðrúnu Helgadóttur þingmann og oddvita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég held að það hafi einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað þar. Það er bara svona óformlegt kaffispjall á milli einstaklinga innan Viðreisnar og einstaklinga innan Pírata en ég held að það hafi ekki verið neitt formlegt, meira bara svona til að reyna að skilja hvar viðkomandi stendur í ákveðinni pólitík og ég held að það sé bara mjög eðlilegt og mjög hollt. Viðreisn er náttúrulega nýtt afl í íslenskum stjórnmálum þó að þetta séu náttúrulega gamalkunnug andlit þannig að það er mjög eðlilegt að þeir sem hafi umboð til þess að sinna þessum stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd Pírata fari og kanni hvað Viðreisn upp á að bjóða,“ sagði Ásta Guðrún í dag. Hún segir það fara mikið eftir því hvernig kosningarnar fara hver draumaríkisstjórn Pírata væri en telur ekki ólíklegt að stjórnarandstaðan, það er Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin og Björt framtíð, muni stinga saman nefjum. En útiloka Píratar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Sjálfstæðisflokkurinn útilokar líka samstarf við okkur þannig að það virðist ekki vera neitt sérstaklega mikill áhugi hjá hvorugum aðilanum að starfa saman.“Hugsjónafólk vissulega innan Pírata en líka fólk sem er raunsætt varðandi stjórnarmyndun Í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í seinasta mánuði sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands að það gæti reynst hugsjónaflokki eins og Pírötum erfitt að mynda ríkisstjórn þar sem gera þurfi málamiðlanir en forseti Íslands veitir stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Aðspurð hvort henni þætti þessi ummæli forsetans viðeigandi í því ljósi sagði Ásta: „Þetta er kannski svolítið mikið fræðimaðurinn Guðni sem er að tala þarna. Hann er náttúrulega alltaf forseti núna þegar hann talar opinberlega en ég held að það sé náttúrulega svolítið erfitt að komast inn í þetta svið að vera orðinn forseti. En ég held að það sé mögulega alveg rétt mat hjá honum sem fræðimanni að það gæti verið erfitt fyrir Pírata að fara í stjórnarmyndunarviðræður út af því að það eru mjög margir sem hafa miklar hugsjónir.“ Á sama tíma væru þó líka margir innan Pírata raunsæir á það hvað er hægt að fá í gegn þegar við erum að tala um ríkisstjórnarsamstarf. Því væru þetta óþarfa áhyggjur.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Fulltrúi Dögunar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Óformlegar þreifingar varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf hafa átt sér stað milli Pírata og Viðreisnar. Þetta kom fram í viðtali við Ástu Guðrúnu Helgadóttur þingmann og oddvita Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður í Kosningaspjalli Vísis í dag. „Ég held að það hafi einhverjar óformlegar þreifingar átt sér stað þar. Það er bara svona óformlegt kaffispjall á milli einstaklinga innan Viðreisnar og einstaklinga innan Pírata en ég held að það hafi ekki verið neitt formlegt, meira bara svona til að reyna að skilja hvar viðkomandi stendur í ákveðinni pólitík og ég held að það sé bara mjög eðlilegt og mjög hollt. Viðreisn er náttúrulega nýtt afl í íslenskum stjórnmálum þó að þetta séu náttúrulega gamalkunnug andlit þannig að það er mjög eðlilegt að þeir sem hafi umboð til þess að sinna þessum stjórnarmyndunarviðræðum fyrir hönd Pírata fari og kanni hvað Viðreisn upp á að bjóða,“ sagði Ásta Guðrún í dag. Hún segir það fara mikið eftir því hvernig kosningarnar fara hver draumaríkisstjórn Pírata væri en telur ekki ólíklegt að stjórnarandstaðan, það er Píratar, Vinstri græn, Samfylkingin og Björt framtíð, muni stinga saman nefjum. En útiloka Píratar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn? „Sjálfstæðisflokkurinn útilokar líka samstarf við okkur þannig að það virðist ekki vera neitt sérstaklega mikill áhugi hjá hvorugum aðilanum að starfa saman.“Hugsjónafólk vissulega innan Pírata en líka fólk sem er raunsætt varðandi stjórnarmyndun Í viðtali á bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 í seinasta mánuði sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands að það gæti reynst hugsjónaflokki eins og Pírötum erfitt að mynda ríkisstjórn þar sem gera þurfi málamiðlanir en forseti Íslands veitir stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar. Aðspurð hvort henni þætti þessi ummæli forsetans viðeigandi í því ljósi sagði Ásta: „Þetta er kannski svolítið mikið fræðimaðurinn Guðni sem er að tala þarna. Hann er náttúrulega alltaf forseti núna þegar hann talar opinberlega en ég held að það sé náttúrulega svolítið erfitt að komast inn í þetta svið að vera orðinn forseti. En ég held að það sé mögulega alveg rétt mat hjá honum sem fræðimanni að það gæti verið erfitt fyrir Pírata að fara í stjórnarmyndunarviðræður út af því að það eru mjög margir sem hafa miklar hugsjónir.“ Á sama tíma væru þó líka margir innan Pírata raunsæir á það hvað er hægt að fá í gegn þegar við erum að tala um ríkisstjórnarsamstarf. Því væru þetta óþarfa áhyggjur.Kosningaspjall Vísis er hluti af ítarlegri umfjöllun fréttastofu 365 fyrir komandi alþingiskosningar, 29. október næstkomandi. Áhorfendum gefst kostur á að spyrja frambjóðendur spurninga í gegnum Facebook-síðu Vísis á meðan útsendingu stendur. Fulltrúi Dögunar verður til viðtals klukkan 13.30 á morgun.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20 Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Kosningaspjall Vísis: „Ég er kommúnisti en þetta er ekki kommúnistaflokkur“ Vésteinn Valgarðsson, oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir hluta af markmiðum flokksins að koma málstað hans til fólksins. 10. október 2016 15:20
Fullyrðir að Íslenska þjóðfylkingin verði stærsti flokkur landsins ef aðrir flokkar hlusta ekki "Við erum enginn rasistaflokkur.“ 11. október 2016 15:25