Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 18:59 Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“ Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“
Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50