Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 18:59 Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“ Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“
Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50