Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 18:59 Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“ Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“
Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50