Brjóstmylkingur Unnar Brár með betri mætingu en Sigmundur Davíð Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 18:59 Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“ Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá vakti það mikla athygli í dag þegar Unnur Brá Konráðsdóttir alþingiskona gaf kornabarni sínu brjóst í ræðupúlti alþingis í dag. Unnur Brá braut með þessu blað en ekki þingsköp samkvæmt forseta Alþingis, Einari K. Guðfinnssyni og ríkir almennt verulegur fögnuður á samfélagsmiðlum með þetta uppátæki Unnar. Og enn er þetta rætt á Facebook. Og ekki eru allir jafn ánægðir. Þannig skrifar Finnur Guðmunds heldur nöturlega færslu á sinn Facebook-vegg. „Þingkona gefur barni brjóst í ræðustóli á meðan hún færir rök fyrir því að loka landinu enn frekar gagnvart útlendingum. Fær mikið lof fyrir, bæði frá vinstrinu og hægrinu. Fallegt. Á meðan er verið að leggja á ráðin um að henda óléttri konu sem lagði á flótta sex ára og tveimur börnum hennar úr landi. Líka annarri fjölskyldu með tvö lítil börn, móðurinni og föðurnum til sín hvors landsins. Barnasáttmálinn brotinn í báðum tilvikum.“Fjölmörgum þykir þetta réttmæt ábending svo sem stjórnmálakonunum Kristínu Soffíu Jónsdóttur og Líf Magneudóttur. Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður og Svavar Knútur tónlistarmaður eru einnig meðal þeirra sem telja vert að huga að inntaki orða Unnar Brár. Færsla Finns hefur nú fengið töluverða dreifingu á Facebook og ýmsum er brugðið, að hafa í hugsunarleysi lýst yfir velþóknun sinni á téðri brjóstagjöf. Helgi Seljan sjónvarpsmaður er hins vegar á allt öðru róli en Finnur á sínum Facebookvegg þegar hann bendir á að: „Nýfædd dóttir Unnar Brár er með betri mætingu í þingsal en Sigmundur Davíð á þessu þingi.“ Góður rómur er gerður að þessari athugasemd á Facebook. Og, Össur Skarphéðinsson alþingismaður er ánægður með Unni Brá: „Flott! - Litla dóttir Unnar Brár hefur heldur betur glatt þingmenn síðustu daga og sett nýjan lit og ljóma í húsið....“
Tengdar fréttir Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34 Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30 Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. 12. október 2016 15:34
Unnur Brá slær í gegn á Twitter: „Fyrsti gefandi þingmaðurinn“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag í atkvæðagreiðslu um útlendingalögin. 12. október 2016 16:30
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50