„Fólk sem vildi aðstoða en var í raun að gera illt verra“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 21:00 Kettirnir þrír voru illa farnir. mynd/villikettirnir „Það sem gerðist þarna er að einhverjir góðhjartaðir, sem vildu innilega hjálpa, misstu það úr böndunum,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir stjórnarmeðlimur í félaginu Villikettir. Í gær kom manneskja, sem er viðriðin félagið, með þrjá kettlinga til þeirra sem voru afar illa farnir. Kettlingarnir höfðu verið í ömurlegum aðstæðum og margir saman í litlum búrum. Þau voru útötuð í saur og hlutar af þeim brunnir vegna úrgangsins. Tveir þeirra eru með alvarlegar augnsýkingar og munu aldrei fá fulla sjón á nýjan leik. Sem stendur er leitað að góðhjörtuðum einstaklingum sem geta tekið kettina að sér þegar þeir hafa náð sér. Tveir þeirra munu aldrei geta verið útikettir sökum þess hve illa þeir sjá.Tveir kattanna hafa tapað hluta af sjón sinni. Feldur eins þeirra var síðan svo illa farinn af saur að raka þurfti hann af.mynd/villikettir„Sá sem kom með kettina til okkar hafði rekist á þá á förnum vegi hjá fólki sem hafði tekið villiketti að sér og vildi hjálpa en var í raun að gera illt verra. Allt of margir kettir voru saman í litlum búrum sem eru í raun hönnuð fyrir einstaklinga eða í versta falli tvo kettlinga. Það var þriðji aðili sem kom með kettina til okkar svo við gætum hlúð að þeim,“ segir Arndís. Villikettir eru samtök sem voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að koma villiköttum til aðstoðar. Sjálfboðaliðar samtakanna fara á svæði þar sem villikettir halda sig til, gefa þeim æti, reyna að handsama þá og gelda. „Málið er að ef þú færð meindýraeyði til að lóga þeim þá koma bara nýir kettir í staðinn. Með því að vana þá þá halda þeir sínu svæði en ná ekki að fjölga sér,“ segir Olga Perla Nielsen sem er formaður samtakanna. Hún áætlar að frá stofnun samtakanna hafi þau aðstoðað rúmlega tvö hundruð ketti. Margir þeirra hafa verið sjúkir og haft það slæmt en þeim hefur verið hjúkrað. Þrír kettir voru svo aðframkomnir að þeim var lógað. „Það er allt of mikið um það að fólk taki ekki ábyrgð á dýrunum sínum. Það eru ákveðin svæði þar sem marga villiketti er að finna og við reynum að aðstoða þá og koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér,“ segir Arndís. Starfið er sjálfboðastarf og þeir sem hafa áhuga á aðstoða geta haft samband við stjórnendur. Starfsmönnum Matvælastofnunar hefur verið gert viðvart um aðbúnaðinn á heimilinu þar sem kettlingarnir þrír dvöldu. Ekki er vitað hve marga ketti er þar að finna.Kisukrúttin eru öll að koma til, missmeyk en strákarnir Tobbi og Jón Páll elska klappið og byrjuðu að mala í dag. Lögð...Posted by Villikettir on Sunday, 14 February 2016 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
„Það sem gerðist þarna er að einhverjir góðhjartaðir, sem vildu innilega hjálpa, misstu það úr böndunum,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir stjórnarmeðlimur í félaginu Villikettir. Í gær kom manneskja, sem er viðriðin félagið, með þrjá kettlinga til þeirra sem voru afar illa farnir. Kettlingarnir höfðu verið í ömurlegum aðstæðum og margir saman í litlum búrum. Þau voru útötuð í saur og hlutar af þeim brunnir vegna úrgangsins. Tveir þeirra eru með alvarlegar augnsýkingar og munu aldrei fá fulla sjón á nýjan leik. Sem stendur er leitað að góðhjörtuðum einstaklingum sem geta tekið kettina að sér þegar þeir hafa náð sér. Tveir þeirra munu aldrei geta verið útikettir sökum þess hve illa þeir sjá.Tveir kattanna hafa tapað hluta af sjón sinni. Feldur eins þeirra var síðan svo illa farinn af saur að raka þurfti hann af.mynd/villikettir„Sá sem kom með kettina til okkar hafði rekist á þá á förnum vegi hjá fólki sem hafði tekið villiketti að sér og vildi hjálpa en var í raun að gera illt verra. Allt of margir kettir voru saman í litlum búrum sem eru í raun hönnuð fyrir einstaklinga eða í versta falli tvo kettlinga. Það var þriðji aðili sem kom með kettina til okkar svo við gætum hlúð að þeim,“ segir Arndís. Villikettir eru samtök sem voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að koma villiköttum til aðstoðar. Sjálfboðaliðar samtakanna fara á svæði þar sem villikettir halda sig til, gefa þeim æti, reyna að handsama þá og gelda. „Málið er að ef þú færð meindýraeyði til að lóga þeim þá koma bara nýir kettir í staðinn. Með því að vana þá þá halda þeir sínu svæði en ná ekki að fjölga sér,“ segir Olga Perla Nielsen sem er formaður samtakanna. Hún áætlar að frá stofnun samtakanna hafi þau aðstoðað rúmlega tvö hundruð ketti. Margir þeirra hafa verið sjúkir og haft það slæmt en þeim hefur verið hjúkrað. Þrír kettir voru svo aðframkomnir að þeim var lógað. „Það er allt of mikið um það að fólk taki ekki ábyrgð á dýrunum sínum. Það eru ákveðin svæði þar sem marga villiketti er að finna og við reynum að aðstoða þá og koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér,“ segir Arndís. Starfið er sjálfboðastarf og þeir sem hafa áhuga á aðstoða geta haft samband við stjórnendur. Starfsmönnum Matvælastofnunar hefur verið gert viðvart um aðbúnaðinn á heimilinu þar sem kettlingarnir þrír dvöldu. Ekki er vitað hve marga ketti er þar að finna.Kisukrúttin eru öll að koma til, missmeyk en strákarnir Tobbi og Jón Páll elska klappið og byrjuðu að mala í dag. Lögð...Posted by Villikettir on Sunday, 14 February 2016
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir