„Fólk sem vildi aðstoða en var í raun að gera illt verra“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 21:00 Kettirnir þrír voru illa farnir. mynd/villikettirnir „Það sem gerðist þarna er að einhverjir góðhjartaðir, sem vildu innilega hjálpa, misstu það úr böndunum,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir stjórnarmeðlimur í félaginu Villikettir. Í gær kom manneskja, sem er viðriðin félagið, með þrjá kettlinga til þeirra sem voru afar illa farnir. Kettlingarnir höfðu verið í ömurlegum aðstæðum og margir saman í litlum búrum. Þau voru útötuð í saur og hlutar af þeim brunnir vegna úrgangsins. Tveir þeirra eru með alvarlegar augnsýkingar og munu aldrei fá fulla sjón á nýjan leik. Sem stendur er leitað að góðhjörtuðum einstaklingum sem geta tekið kettina að sér þegar þeir hafa náð sér. Tveir þeirra munu aldrei geta verið útikettir sökum þess hve illa þeir sjá.Tveir kattanna hafa tapað hluta af sjón sinni. Feldur eins þeirra var síðan svo illa farinn af saur að raka þurfti hann af.mynd/villikettir„Sá sem kom með kettina til okkar hafði rekist á þá á förnum vegi hjá fólki sem hafði tekið villiketti að sér og vildi hjálpa en var í raun að gera illt verra. Allt of margir kettir voru saman í litlum búrum sem eru í raun hönnuð fyrir einstaklinga eða í versta falli tvo kettlinga. Það var þriðji aðili sem kom með kettina til okkar svo við gætum hlúð að þeim,“ segir Arndís. Villikettir eru samtök sem voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að koma villiköttum til aðstoðar. Sjálfboðaliðar samtakanna fara á svæði þar sem villikettir halda sig til, gefa þeim æti, reyna að handsama þá og gelda. „Málið er að ef þú færð meindýraeyði til að lóga þeim þá koma bara nýir kettir í staðinn. Með því að vana þá þá halda þeir sínu svæði en ná ekki að fjölga sér,“ segir Olga Perla Nielsen sem er formaður samtakanna. Hún áætlar að frá stofnun samtakanna hafi þau aðstoðað rúmlega tvö hundruð ketti. Margir þeirra hafa verið sjúkir og haft það slæmt en þeim hefur verið hjúkrað. Þrír kettir voru svo aðframkomnir að þeim var lógað. „Það er allt of mikið um það að fólk taki ekki ábyrgð á dýrunum sínum. Það eru ákveðin svæði þar sem marga villiketti er að finna og við reynum að aðstoða þá og koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér,“ segir Arndís. Starfið er sjálfboðastarf og þeir sem hafa áhuga á aðstoða geta haft samband við stjórnendur. Starfsmönnum Matvælastofnunar hefur verið gert viðvart um aðbúnaðinn á heimilinu þar sem kettlingarnir þrír dvöldu. Ekki er vitað hve marga ketti er þar að finna.Kisukrúttin eru öll að koma til, missmeyk en strákarnir Tobbi og Jón Páll elska klappið og byrjuðu að mala í dag. Lögð...Posted by Villikettir on Sunday, 14 February 2016 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Það sem gerðist þarna er að einhverjir góðhjartaðir, sem vildu innilega hjálpa, misstu það úr böndunum,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir stjórnarmeðlimur í félaginu Villikettir. Í gær kom manneskja, sem er viðriðin félagið, með þrjá kettlinga til þeirra sem voru afar illa farnir. Kettlingarnir höfðu verið í ömurlegum aðstæðum og margir saman í litlum búrum. Þau voru útötuð í saur og hlutar af þeim brunnir vegna úrgangsins. Tveir þeirra eru með alvarlegar augnsýkingar og munu aldrei fá fulla sjón á nýjan leik. Sem stendur er leitað að góðhjörtuðum einstaklingum sem geta tekið kettina að sér þegar þeir hafa náð sér. Tveir þeirra munu aldrei geta verið útikettir sökum þess hve illa þeir sjá.Tveir kattanna hafa tapað hluta af sjón sinni. Feldur eins þeirra var síðan svo illa farinn af saur að raka þurfti hann af.mynd/villikettir„Sá sem kom með kettina til okkar hafði rekist á þá á förnum vegi hjá fólki sem hafði tekið villiketti að sér og vildi hjálpa en var í raun að gera illt verra. Allt of margir kettir voru saman í litlum búrum sem eru í raun hönnuð fyrir einstaklinga eða í versta falli tvo kettlinga. Það var þriðji aðili sem kom með kettina til okkar svo við gætum hlúð að þeim,“ segir Arndís. Villikettir eru samtök sem voru stofnuð árið 2013 en markmið þeirra er að koma villiköttum til aðstoðar. Sjálfboðaliðar samtakanna fara á svæði þar sem villikettir halda sig til, gefa þeim æti, reyna að handsama þá og gelda. „Málið er að ef þú færð meindýraeyði til að lóga þeim þá koma bara nýir kettir í staðinn. Með því að vana þá þá halda þeir sínu svæði en ná ekki að fjölga sér,“ segir Olga Perla Nielsen sem er formaður samtakanna. Hún áætlar að frá stofnun samtakanna hafi þau aðstoðað rúmlega tvö hundruð ketti. Margir þeirra hafa verið sjúkir og haft það slæmt en þeim hefur verið hjúkrað. Þrír kettir voru svo aðframkomnir að þeim var lógað. „Það er allt of mikið um það að fólk taki ekki ábyrgð á dýrunum sínum. Það eru ákveðin svæði þar sem marga villiketti er að finna og við reynum að aðstoða þá og koma í veg fyrir að þeir fjölgi sér,“ segir Arndís. Starfið er sjálfboðastarf og þeir sem hafa áhuga á aðstoða geta haft samband við stjórnendur. Starfsmönnum Matvælastofnunar hefur verið gert viðvart um aðbúnaðinn á heimilinu þar sem kettlingarnir þrír dvöldu. Ekki er vitað hve marga ketti er þar að finna.Kisukrúttin eru öll að koma til, missmeyk en strákarnir Tobbi og Jón Páll elska klappið og byrjuðu að mala í dag. Lögð...Posted by Villikettir on Sunday, 14 February 2016
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira