Gibson vinnur að framhaldi Passion of the Christ Samúel Karl Ólason skrifar 10. júní 2016 11:20 Jim Caviezel og Mel Gibson við tökur á Passion of the Christ. Vísir/AFP Mel Gibson vinnur nú að framhaldsmynd Passion of the Christ. Hann og handritshöfundurinn Randall Wallace, sem skrifaði Braveheart, undirbúa nú framleiðslu myndarinnar sem á að fjalla um upprisu Jesús. Wallace sagði Hollywood Reporter að hann væri byrjaður á handriti myndarinnar. „Mig langaði alltaf að segja þessa sögu. Passion var byrjunin og það á enn eftir að segja stóran hluta sögunnar,“ segir Wallace. Upprunalega myndin þénaði 612 milljónir dala en kostaði einungis 30 milljónir í framleiðslu. Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald, en hann virtist ekki hafa áhuga. Samkvæmt Hollywood Reporter fór þó orðrómur um framhald af stað í síðasta mánuði. Þá var Gibson spurður út í framhald og gaf hann loðin svör. Framleiðsla myndarinnar er ekki komin langt á veg og hefur ekkert kvikmyndaver eða fjárfestar sett fjármagn í myndina. Wallace segir þó að áhuginn sé til staðar. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mel Gibson vinnur nú að framhaldsmynd Passion of the Christ. Hann og handritshöfundurinn Randall Wallace, sem skrifaði Braveheart, undirbúa nú framleiðslu myndarinnar sem á að fjalla um upprisu Jesús. Wallace sagði Hollywood Reporter að hann væri byrjaður á handriti myndarinnar. „Mig langaði alltaf að segja þessa sögu. Passion var byrjunin og það á enn eftir að segja stóran hluta sögunnar,“ segir Wallace. Upprunalega myndin þénaði 612 milljónir dala en kostaði einungis 30 milljónir í framleiðslu. Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald, en hann virtist ekki hafa áhuga. Samkvæmt Hollywood Reporter fór þó orðrómur um framhald af stað í síðasta mánuði. Þá var Gibson spurður út í framhald og gaf hann loðin svör. Framleiðsla myndarinnar er ekki komin langt á veg og hefur ekkert kvikmyndaver eða fjárfestar sett fjármagn í myndina. Wallace segir þó að áhuginn sé til staðar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira