Vill betri umferðarmerkingar og fleiri hringtorg Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. ágúst 2016 20:50 Þingmaðurinn gerði samgöngumál að umtalsefni sínu á Alþingi í dag. Vísir/Pjetur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði samgöngumál að umtalsefni sínu undir dagskrárliðnu Störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann meðal annars að auðvelt væri að leggjast í ódýrar aðgerðir til að auka umferðaröryggi á meðan biðið er eftir stærri og kostnaðarsamari framkvæmdum. Í ræðu sinni benti Vilhjálmur meðal annars á að flest alvarleg umferðarslys verði við gatnamót og að skynsamlegt væri að fjölga hringtorgum til að sporna við umferðarslysum. „Eitt banaslys kostar að lágmarki 100 milljónir en oft er hægt að leysa þetta mál með því að gera hringtorg fyrir 150 milljónir. Eitt banaslys er jafn dýrt og eitt hringtorg og þess vegna eigum við að ganga í þessi mál strax á meðan við erum að koma okkur í að fara í alvörufjárfestingar í samgöngumálum,” sagði Vilhjálmur. Meðal þess sem Vilhjálmur telur að hægt sé að gera er að merkja einbreiðar brýr, bæði með blikkljósum og kantlínum, ákveða umferðarforgang og lækka hámarkshraða í kringum þær þar til hægt er að gera brýrnar tvíbreiðar. Þá sagði Vilhjálmur einnig að til að draga úr fjölda bíla í vegaköntum, væri hægt að mála kantlínur við þjóðvegina sem sýndi að þar megi ekki stöðva eða leggja bílnum. „Ef við hefðum þessar línur hér værum við búin að draga úr þessu í staðinn fyrir að kalla alltaf eftir miklu stærri aðgerðum og fjölga útskotum, sem má vissulega gera, en það eru svona smáhlutir sem við þurfum að hugsa um til að auka umferðaröryggi og ganga í það.”Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði samgöngumál að umtalsefni sínu undir dagskrárliðnu Störf þingsins á Alþingi í dag. Þar sagði hann meðal annars að auðvelt væri að leggjast í ódýrar aðgerðir til að auka umferðaröryggi á meðan biðið er eftir stærri og kostnaðarsamari framkvæmdum. Í ræðu sinni benti Vilhjálmur meðal annars á að flest alvarleg umferðarslys verði við gatnamót og að skynsamlegt væri að fjölga hringtorgum til að sporna við umferðarslysum. „Eitt banaslys kostar að lágmarki 100 milljónir en oft er hægt að leysa þetta mál með því að gera hringtorg fyrir 150 milljónir. Eitt banaslys er jafn dýrt og eitt hringtorg og þess vegna eigum við að ganga í þessi mál strax á meðan við erum að koma okkur í að fara í alvörufjárfestingar í samgöngumálum,” sagði Vilhjálmur. Meðal þess sem Vilhjálmur telur að hægt sé að gera er að merkja einbreiðar brýr, bæði með blikkljósum og kantlínum, ákveða umferðarforgang og lækka hámarkshraða í kringum þær þar til hægt er að gera brýrnar tvíbreiðar. Þá sagði Vilhjálmur einnig að til að draga úr fjölda bíla í vegaköntum, væri hægt að mála kantlínur við þjóðvegina sem sýndi að þar megi ekki stöðva eða leggja bílnum. „Ef við hefðum þessar línur hér værum við búin að draga úr þessu í staðinn fyrir að kalla alltaf eftir miklu stærri aðgerðum og fjölga útskotum, sem má vissulega gera, en það eru svona smáhlutir sem við þurfum að hugsa um til að auka umferðaröryggi og ganga í það.”Ræðu Vilhjálms má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira