Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2016 11:02 Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“ Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“
Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45
Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00