Krísufundur hjá starfsmönnum VMA: Gætu þurft að senda nemendur heim í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2016 11:02 Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Vísir/Auðunn Níelsson Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“ Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Skólastjórnendur Verkmenntaskólans á Akureyri héldu í morgun krísufund með starfsmönnum skólans vegna þess fjárhagsvanda sem skólinn er í. Að óbreyttu gæti þurft að senda nemendur við skólann heim í næstu viku. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, ræddi það á fundinum í morgun að búið sé að loka á fjárframlög til skólans. „Þetta kom upp fyrir helgi. Ég hef verið í sambandi við aðila í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem eru að vinna í þessu máli, en Fjársýslan virðist ekki hafa samþykkt þá ráðstöfun sem samið var um í ráðuneytinu í vor um að fá að dreifa okkar skuld á næstu tvö til þrjú árin þannig að við værum að fá framlög.“Skuldar 24 milljónir Sigríður Huld segir skólann nú skulda ríkissjóði um 24 milljónir króna. „Ég er búin að setja algert bann við öll innkaup þar til við fáum frekari svör. Ef þetta er lokaniðurstaðan, að Fjársýslan og fjármálaráðuneytið ætli ekki að gera menntamálaráðuneytinu kleift að standa við það samkomulag sem þau gerðu við okkur, þá verðum við að bíða með innkaup þar til að nemendur eru búnir að borga efnisgjöld. Við erum ekki búin að rukka nemendur um þau, en það verður gert á næstu dögum,“ segir Sigríður Huld, en fyrir efnisgjöld eru keypt aðföng fyrir verklega námið.Gætu þurft að senda nemendur heim Skólameistarinn segir bann við innkaup skiljanlega munu fljótlega hafa mikil áhrif á nám, sér í lagi brautum eins og matvælabrautinni. „Þar hefur skiljanlega ekki verið keyptur inn mikill lager í upphafi annar. Þau eiga aðföng út þessa viku, en síðan en spurning hvað gerist, hvort við þurfum að senda nemendur heim, því það eru ekki til aðföng. Á byggingadeild og málmsmíðaverkstæði eru kannski til vírar og fleira eitthvað fram eftir önninni, en það gengur á þann lager líka. Ef við eigum ekki að fá krónu í framlög til að borga fyrir aðföng og borga reikninga, standa við þjónustusamninga, þá segir það sig sjálft að erfitt er að reka skóla.“Verða að ganga í takt Sigríður Huld segir nauðsynlegt að mennta- og menningarráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið geti gengið í takt. „Ef þú skoðar fyrstu sex mánuði ársins í ríkisreikningi, sést að fimmtán framhaldsskólar eru reknir í mínus. Maður myndi halda að það væri einhver kerfisvilla í gangi,“ segir Sigríður Huld og bætir við að nýir kjarasamningar kennara hafi ekki verið bættur að fullu til skólanna. Hún leggur áherslu á að launagreiðslur til kennara séu alltaf tryggðar þar sem þau eru greidd beint úr ríkissjóði. „En til að gera eitthvað annað en að borga húsaleigu og borga laun þá þurfum við meira en fjárlög gera ráð fyrir.“
Tengdar fréttir Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45 Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. 19. maí 2016 16:45
Samvinnu MA og VMA slegið á frest Fé vantar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu til þess að samvinna MA og VMA geti orðið. VMA fær ekki framlög nema borga uppsafnaðan halla. 18. apríl 2016 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent