Samvinnu MA og VMA slegið á frest Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2016 07:00 Menntaskólinn á Akureyri. Skólaárið þar byrjar mun seinna en í öðrum skólum og lýkur því ekki fyrr en við útskrift 17. júní. Menntamál Samvinna menntaskóla á Norðurlandi verður ekki að veruleika eins og ráð var fyrir gert á næsta skólaári. Ástæða þess er að breyting á skóladagatali Menntaskólans á Akureyri náðist ekki í gegn í menntamálaráðuneytinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir leitt að fjármagn hafi ekki fengist í verkefnið.Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri.„Það var ekki búið að útvega það fjármagn sem þarf til að breyta skóladagatalinu. Í góðri trú fór ég áfram með þetta mál innan skólans því ráðuneytið og ráðherra sögðu mér að þeir myndu tryggja það fjármagn sem þyrfti til að breyta þessu. Það að færa skóladagatalið kostar fjármagn. Þegar ég fékk síðan að vita að ekki fengist nægilegt fjármagn ákváðum við að slá þessu á frest um eitt ár,“ segir Jón Már. „Það er leitt að þetta skuli fara svona en þetta er ekkert slegið út af borðinu. Við frestum þessu bara um eitt ár.“ Skólaárið byrjar mun seinna í Menntaskólanum á Akureyri en í öðrum skólum og lýkur skólaárinu ekki fyrr en við útskrift stúdenta þann 17. júní ár hvert. Til að geta náð fram samvinnu allra menntaskóla á Norðurlandi þurfti að breyta skóladagatali MA. „Það þarf að kalla kennara inn úr fríi snemma, svo það þarf að taka mið af kjarasamningum og reglum um orlof,“ segir Jón Már. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra réð Svanfríði Jónasdóttur til að stýra vinnu um mögulega sameiningu eða samvinnu menntaskóla á landinu. Aukin samvinna milli skóla var samþykkt af ráðuneytinu til að spara fjármagn. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir fjárhagsstöðu síns skóla grafalvarlega. „Í byrjun febrúar var okkur kunngjört að við fengjum ekki rekstrarframlag fyrr en skuld við ríkissjóð yrði greidd að fullu. Við höfum fengið þau svör að við verðum að borga ríkissjóði til baka uppsafnaðan halla skólans áður en við getum greitt þá reikninga sem hér safnast upp vegna daglegs reksturs skólans,“ segir Sigríður Huld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Menntamál Samvinna menntaskóla á Norðurlandi verður ekki að veruleika eins og ráð var fyrir gert á næsta skólaári. Ástæða þess er að breyting á skóladagatali Menntaskólans á Akureyri náðist ekki í gegn í menntamálaráðuneytinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir leitt að fjármagn hafi ekki fengist í verkefnið.Jón Már Héðinsson skólameistari Menntaskólans á Akureyri.„Það var ekki búið að útvega það fjármagn sem þarf til að breyta skóladagatalinu. Í góðri trú fór ég áfram með þetta mál innan skólans því ráðuneytið og ráðherra sögðu mér að þeir myndu tryggja það fjármagn sem þyrfti til að breyta þessu. Það að færa skóladagatalið kostar fjármagn. Þegar ég fékk síðan að vita að ekki fengist nægilegt fjármagn ákváðum við að slá þessu á frest um eitt ár,“ segir Jón Már. „Það er leitt að þetta skuli fara svona en þetta er ekkert slegið út af borðinu. Við frestum þessu bara um eitt ár.“ Skólaárið byrjar mun seinna í Menntaskólanum á Akureyri en í öðrum skólum og lýkur skólaárinu ekki fyrr en við útskrift stúdenta þann 17. júní ár hvert. Til að geta náð fram samvinnu allra menntaskóla á Norðurlandi þurfti að breyta skóladagatali MA. „Það þarf að kalla kennara inn úr fríi snemma, svo það þarf að taka mið af kjarasamningum og reglum um orlof,“ segir Jón Már. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra réð Svanfríði Jónasdóttur til að stýra vinnu um mögulega sameiningu eða samvinnu menntaskóla á landinu. Aukin samvinna milli skóla var samþykkt af ráðuneytinu til að spara fjármagn. Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, segir fjárhagsstöðu síns skóla grafalvarlega. „Í byrjun febrúar var okkur kunngjört að við fengjum ekki rekstrarframlag fyrr en skuld við ríkissjóð yrði greidd að fullu. Við höfum fengið þau svör að við verðum að borga ríkissjóði til baka uppsafnaðan halla skólans áður en við getum greitt þá reikninga sem hér safnast upp vegna daglegs reksturs skólans,“ segir Sigríður Huld.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira