Kennarar í VMA segja skólann nánast gjaldþrota Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. maí 2016 16:45 Kennarar í VMA segja að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Vísir/Auðunn Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. Þar mótmæla þeir því að fjármálaráðuneytið hafi í byrjun þessa árs ákveðið að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Segja kennararnir að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Þeir hvetja alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðun fjármálaráðuneytisins verði dregin til baka. Ályktun kennaranna má sjá í heild sinni hér að neðan:Á fjölmennum fundi kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 18. maí 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.Þó kastaði tólfunum í fjársveltistefnu yfirvalda í byrjun þessa árs þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Opinber skýring ráðuneytisins er hallarekstur ársins 2015 en halli þess árs byggði að stærstum hluta á vanáætlun ráðuneytisins sjálfs á kostnaði við kjarasaminga sem fjármálaráðherra gerði við kennara árið 2014. Í þeim sama samningi er undirrituð yfirlýsing ráðherra fjármála og menntamála um að þeir muni tryggja fjármuni vegna samningsins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjölmargir framhaldsskólar reknir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafalvarleg og skólinn nánast gjaldþrota.Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við hvetjum alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu meiri, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðunin verði þegar í stað dregin til baka.Við skorum á alþingismenn að kynna sér þetta mál og beita sér fyrir því að látið verði af þessari ósvinnu. Síðast en ekki síst skorum við á þá ráðherra sem mesta ábyrgð bera, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, að veita þegar í stað fé til rekstrar skólans svo að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.Fyrir hönd kennarafélags VMA,Hermann J. Tómasson Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Kennarar við Verkmenntaskólann á Akureyri eru harðorðir í garð stjórnvalda í ályktun sem þeir sendu frá sér í gær. Þar mótmæla þeir því að fjármálaráðuneytið hafi í byrjun þessa árs ákveðið að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Segja kennararnir að fjárhagsstaða skólans sé grafalvarleg og að skólinn sé nánast gjaldþrota. Þeir hvetja alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðun fjármálaráðuneytisins verði dregin til baka. Ályktun kennaranna má sjá í heild sinni hér að neðan:Á fjölmennum fundi kennara í Verkmenntaskólanum á Akureyri þann 18. maí 2016 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur búið við fjársvelti allt frá hruni. Fjárveitingum hefur að mestu verið varið í samningsbundnar greiðslur, s.s. laun, en kennslubúnaður og vinnuaðstæður nemenda og kennara setið á hakanum. Afleiðingin er sú að fjölmörg tæki sem notuð eru til verklegrar kennslu eru úrelt, tölvur skólans eru á síðasta snúningi og svo mætti lengi telja.Þó kastaði tólfunum í fjársveltistefnu yfirvalda í byrjun þessa árs þegar fjármálaráðuneytið ákvað að hætta alfarið að greiða rekstrarfé til skólans. Opinber skýring ráðuneytisins er hallarekstur ársins 2015 en halli þess árs byggði að stærstum hluta á vanáætlun ráðuneytisins sjálfs á kostnaði við kjarasaminga sem fjármálaráðherra gerði við kennara árið 2014. Í þeim sama samningi er undirrituð yfirlýsing ráðherra fjármála og menntamála um að þeir muni tryggja fjármuni vegna samningsins. Það gerðu þeir ekki og þess vegna voru fjölmargir framhaldsskólar reknir með halla á síðasta ári, þ.á.m. VMA. Staðan er nú grafalvarleg og skólinn nánast gjaldþrota.Kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri mótmæla harðlega stöðvun Fjármálaráðuneytis á greiðslu rekstrarfjár til skólans. Við hvetjum alla, sem vilja veg framhaldsskólamenntunar í landinu meiri, til að ganga í lið með skólanum og sjá til þess að ákvörðunin verði þegar í stað dregin til baka.Við skorum á alþingismenn að kynna sér þetta mál og beita sér fyrir því að látið verði af þessari ósvinnu. Síðast en ekki síst skorum við á þá ráðherra sem mesta ábyrgð bera, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, að veita þegar í stað fé til rekstrar skólans svo að ekki hljótist meiri skaði af en þegar er orðinn.Fyrir hönd kennarafélags VMA,Hermann J. Tómasson
Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent