Rektor segir nemendafjöldann á Laugarvatni þurfa að þrefaldast til að námið beri sig Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. febrúar 2016 17:16 „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar,“ skrifar Jón Atli Benediktsson rektor sem í dag sætti gagnrýni á Facebook-síðu forsætisráðherra. Vísir/Pjetur/Daníel Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að nemendur í íþróttakennaranámi skólans þyrftu að vera þrefalt fleiri til að fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir því, samkvæmt fjármögnunarlíkani menntamálaráðuneytisins. Þetta segir hann í aðsendri grein hér á Vísi. Fjörutíu nemendur séu í fullu námi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en á árum áður hafi það verið fjöldi nemenda í hverjum árgangi.Staðsetning ein af ástæðum fækkunar Jón Atli segir að nokkrar ástæður hafi verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms í fimm ár. Rektorinn segir að markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur sé að efla það. „Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni,“ segir rektorinn. „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning mun styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann,“ segir hann í greininni.Fé fari í aðra skóla Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er einn þeirra stjórnmálamanna sem hefur gagnrýnt háskólann fyrir ákvörðun sína. Í færslu á Facebook í dag sagði hann að ákvörðunin kalli á að fjárveitingum verði í auknu mæli beint til skóla á landsbyggðinni. „Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni,“ skrifaði ráðherrann. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, hefur einnig látið óánægju sína í ljós og gagnrýnt skólann harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni og sagt að þingmenn kjördæmisins væru til í að tryggja skólanum meira fé til rekstursins. Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að nemendur í íþróttakennaranámi skólans þyrftu að vera þrefalt fleiri til að fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir því, samkvæmt fjármögnunarlíkani menntamálaráðuneytisins. Þetta segir hann í aðsendri grein hér á Vísi. Fjörutíu nemendur séu í fullu námi í íþrótta- og heilsufræði á Laugarvatni en á árum áður hafi það verið fjöldi nemenda í hverjum árgangi.Staðsetning ein af ástæðum fækkunar Jón Atli segir að nokkrar ástæður hafi verið nefndar fyrir þessum samdrætti, meðal annars staðsetning námsins á Laugarvatni og lenging kennaranáms í fimm ár. Rektorinn segir að markmið með flutningi námsins til Reykjavíkur sé að efla það. „Málefni íþrótta- og heilsufræðinnar hafa verið til ítarlegrar skoðunar innan Háskóla Íslands undanfarin misseri því lengi hefur verið ljóst að gera þyrfti breytingar á starfseminni vegna minnkandi aðsóknar í námið á Laugarvatni,“ segir rektorinn. „Háskólanum er sniðinn þröngur stakkur fjárhagslega vegna langvarandi undirfjármögnunar. Engu að síður hefur skólinn stöðugt sótt fram með það að leiðarljósi að efla kennslu og rannsóknir. Það er trú okkar að þessi ákvörðun um flutning mun styrkja nám og rannsóknir í íþrótta- og heilsufræði við skólann,“ segir hann í greininni.Fé fari í aðra skóla Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra er einn þeirra stjórnmálamanna sem hefur gagnrýnt háskólann fyrir ákvörðun sína. Í færslu á Facebook í dag sagði hann að ákvörðunin kalli á að fjárveitingum verði í auknu mæli beint til skóla á landsbyggðinni. „Það er hætt við því að ákvörðun HÍ um að leggja af nám á Laugarvatni muni gera út af við hugmyndir um sameiningar eða aukið samstarf HÍ við menntastofnanir á landsbyggðinni,“ skrifaði ráðherrann. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og þingmaður Suðurkjördæmis, hefur einnig látið óánægju sína í ljós og gagnrýnt skólann harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni og sagt að þingmenn kjördæmisins væru til í að tryggja skólanum meira fé til rekstursins.
Tengdar fréttir Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Sigmundur segir ákvörðun háskólans kalla á að fjárveitingum verði beint til skóla á landsbyggðinni „Menntastofnanir eru á meðal mikilvægustu innviða samfélagsins og þeir innviðir þurfa að vera traustir um allt land,“ skrifar ráðherrann. 20. febrúar 2016 13:37