Gert ráð fyrir fimm hundruð íbúðum í Skeifunni Atli Ísleifsson skrifar 20. febrúar 2016 11:43 Skeifan er sögð ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Gert er ráð fyrir aukningu húsnæðis í Skeifunni um 85 þúsund fermetra og þar af fimm hundruð íbúðir í aðalskipulagi Reykjavíkur. Verklýsing sem lýsir fyrirhugaðri vinnu við gerð deiliskipulags var samþykkt í kynningarferli á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og borgarráðs fyrr í mánuðinum.Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að stefnt sé að því að gera deiliskipulagstillögu sem skapi ramma fyrir þétta og blandaða byggð með íbúðir og skrifstofur á efri hæðum og verslun og þjónustu á jarðhæð. Samkvæmt verklýsingu sé gert ráð fyrir að svæðið fái að þróast og byggjast upp á eigin forsendum og frumkvæði einstakra lóðarhafa.Í kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni.Vísir/ValliSkeifan ekki sérlega aðlaðandiÍ kjölfar bruna sem varð í Skeifunni 11 sumarið 2014 fóru af stað umræður um mögulega uppbyggingu í Skeifunni. Í lýsingu borgarinnar á endurskoðuðu deiliskipulagi segir að Skeifan sé eftirsótt verslunar- og þjónustusvæði ekki síst vegna miðlægrar staðsetningar í borginni og nálægðar við stórar stofnbrautir. Svæðið sé hins vegar ekki sérlega aðlaðandi og einkennist mjög af bílastæðaflæmum fyrir framan byggingarnar, sem slíti þær frá götunni og hefta aðgengi fyrir aðra ferðamáta en einkabílinn. „Landið sem Skeifan liggur á er tiltölulega flatt og þar undir er mýri og líklega langt niður á fast land. Þegar horft er á loftmynd af svæðinu er mjög áberandi hversu gróðursnautt það er og grátt á að líta. Gatnaskipulag er nokkuð ruglingslegt og dæmi er um að götur tengist yfir bílastæði á einkalóðum. Skortur er á göngutengingum og almennt er ekki gott aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur á svæðinu þrátt fyrir að það sé í nálægð við mjög góðar almenningssamgöngur,“ segir í lýsingunni.Bréf sendi til lóðarhafaÍ frétt borgarinnar kemur fram að bréf verði sent til lóðarhafa í Skeifunni og auglýsing birt í fjölmiðlum um kynninguna, sem hefst á mánudag og mun standa í fjórar vikur. Á þeim tíma mun áhugasömum aðilum gefast tækifæri á því að koma með athugasemdir við lýsinguna, sem verða teknar inn í áframhaldandi vinnu við gerð deiliskipulagsins. Jafnframt verði haldinn kynningarfundur fyrir hagsmunaaðila í Skeifunni á kynningartímabilinu. „Ekki er gert ráð fyrir að þau fyrirtæki sem eru á svæðinu flytji burt og mun deiliskipulagið verða unnið í sem mestri sátt við hagsmunaaðila. Gert er ráð fyrir að byggð á svæðinu haldi að einhverju leyti í sín upprunalegu einkenni og að uppbygging eigi sér stað yfir langt tímabil, þegar lóðarhafar telja slíkt tímabært,“ segir í fréttinni.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira