Fá bætur frá Primera Air ári eftir sólarhringsferðina frá Tenerife Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2016 12:52 Íslendingar á flugvellinum á Shannon-flugvelli á Írlandi í ágúst í fyrra. Um 150 farþegar um borð í flugi Primera Air frá Tenerife til Íslands í ágúst í fyrra eiga von á 400 evrum, um 52 þúsund íslenskum krónum, í skaðabætur vegna tafa sem urðu á ferðalagi þeirra heim úr sólinni á Spáni. Innanríkisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Samgöngustofu frá því í desember þess efnis. Töluvert hefur verið fjallað um ferðalagið í fjölmiðlum en ferðalagið, sem átti að taka fimm klukkustundir, tók sólarhring en millilenda þurfti á Írlandi þar sem farþegar urðu að dvelja um nóttina. Primera Air hélt því staðfastlega fram að ekki þyrfti að greiða farþegum bætur þar sem félagið hefði gert allar mögulegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að seinkunin yrði. Bergur Þór Benjamínsson, einn farþeganna þennan sólarhring, hefur gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu undanfarnar vikur og fagnar niðurstöðunni. Á morgun verður liðið eitt ár frá ferðalaginu frá Tenerife til Íslands. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar og einn farþeganna í flugi Primera Air.Það gerist ekkert sjálfkrafa„Þetta eru auðvitað rosalega langur tími,“ segir Bergur. Þar spili inn í sá tími sem Primera Air tók í að ákveða að kæra úrskurð Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins og jafnframt sumarfrí. Hann hafi tekið að sér að ganga á eftir málunum og fékk loks svör í morgun.„Maður er með ríka réttlætiskennd og þetta var spark í hana,“ segir Bergur. Tveir farþeganna kærðu Primera Air til Samgöngustofu en reikna má með því að málið verði fordæmisgefandi fyrir aðra farþega í vélinni. Bergur reiknar þó ekki með öðru en að fólk þurfi, hvert fyrir sig, að leita til Primera Air og krefjast bóta.„Það gerist ekkert sjálfkrafa. Ég hef a.m.k. ekki trú á því miðað við forsöguna,“ segir Bergur. Hann segir óvíst hver upphæðin verði en Samgöngustofa þurfi að meta gengi þeirra 400 evra sem flugfélagið eigi að gera. Króna hefur styrkst gagnvart evrunni undanfarið ár en 400 evrur voru um 60 þúsund krónur í fyrra en rúmar 52 þúsund krónur í dag.Primera Air taldi sig ekki þurfa að greiða bætur en Samgöngustofa er á öðru máli.Áhöfnin hafði unnið of lengiÍ bréfi sem Primera Air sendi farþegum kom fram að óhagstætt veðurfar umræddan dag hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið og millilenda á Írlandi. Farþegunum var tilkynnt við brottför frá Spáni að þar tæki um tuttugu mínútur að taka eldsneyti. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem í ljós kom að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Sú ákvörðun var því tekin að koma farþegunum fyrir á hóteli um nóttina á kostnað félagsins.Í úrskurði Samgöngustofu segir að seinkun á heimkomu flugsins geti ekki fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem Primera Air hafi ekki sýnt fram á að félagið hafi viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík áður en leyfilegum vinnutíma áhafnar lauk.Tvö atvik á ábyrgð félagins hafi orðið til þess að áhöfnin rann út á tíma, annars vegar fimmtíu mínútna töf á Tenerife þar sem endurskipuleggja þurfti heimflugið og hins vegar óútskýrð töf á Shannon frá því að lent var og dæling eldsneytis hófst. Reikna má með því að staðfesting innanríkisráðuneytisins verði birt á næstu dögum. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar í sólarhringsferðalagi frá Tenerife í fyrra dauðþreyttir á seinagangi Bergur Þorri Benjamínsson var einn farþega í umræddri ferð og er orðinn þreyttur á seinagangi yfirvalda. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Um 150 farþegar um borð í flugi Primera Air frá Tenerife til Íslands í ágúst í fyrra eiga von á 400 evrum, um 52 þúsund íslenskum krónum, í skaðabætur vegna tafa sem urðu á ferðalagi þeirra heim úr sólinni á Spáni. Innanríkisráðuneytið hefur staðfest úrskurð Samgöngustofu frá því í desember þess efnis. Töluvert hefur verið fjallað um ferðalagið í fjölmiðlum en ferðalagið, sem átti að taka fimm klukkustundir, tók sólarhring en millilenda þurfti á Írlandi þar sem farþegar urðu að dvelja um nóttina. Primera Air hélt því staðfastlega fram að ekki þyrfti að greiða farþegum bætur þar sem félagið hefði gert allar mögulegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að seinkunin yrði. Bergur Þór Benjamínsson, einn farþeganna þennan sólarhring, hefur gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu undanfarnar vikur og fagnar niðurstöðunni. Á morgun verður liðið eitt ár frá ferðalaginu frá Tenerife til Íslands. Bergur Þorri Benjamínsson, varaformaður Sjálfsbjargar og einn farþeganna í flugi Primera Air.Það gerist ekkert sjálfkrafa„Þetta eru auðvitað rosalega langur tími,“ segir Bergur. Þar spili inn í sá tími sem Primera Air tók í að ákveða að kæra úrskurð Samgöngustofu til innanríkisráðuneytisins og jafnframt sumarfrí. Hann hafi tekið að sér að ganga á eftir málunum og fékk loks svör í morgun.„Maður er með ríka réttlætiskennd og þetta var spark í hana,“ segir Bergur. Tveir farþeganna kærðu Primera Air til Samgöngustofu en reikna má með því að málið verði fordæmisgefandi fyrir aðra farþega í vélinni. Bergur reiknar þó ekki með öðru en að fólk þurfi, hvert fyrir sig, að leita til Primera Air og krefjast bóta.„Það gerist ekkert sjálfkrafa. Ég hef a.m.k. ekki trú á því miðað við forsöguna,“ segir Bergur. Hann segir óvíst hver upphæðin verði en Samgöngustofa þurfi að meta gengi þeirra 400 evra sem flugfélagið eigi að gera. Króna hefur styrkst gagnvart evrunni undanfarið ár en 400 evrur voru um 60 þúsund krónur í fyrra en rúmar 52 þúsund krónur í dag.Primera Air taldi sig ekki þurfa að greiða bætur en Samgöngustofa er á öðru máli.Áhöfnin hafði unnið of lengiÍ bréfi sem Primera Air sendi farþegum kom fram að óhagstætt veðurfar umræddan dag hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið og millilenda á Írlandi. Farþegunum var tilkynnt við brottför frá Spáni að þar tæki um tuttugu mínútur að taka eldsneyti. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem í ljós kom að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Sú ákvörðun var því tekin að koma farþegunum fyrir á hóteli um nóttina á kostnað félagsins.Í úrskurði Samgöngustofu segir að seinkun á heimkomu flugsins geti ekki fallið undir óviðráðanlegar aðstæður þar sem Primera Air hafi ekki sýnt fram á að félagið hafi viðhaft allar nauðsynlegar ráðstafanir þannig að vélin gæti lent í Keflavík áður en leyfilegum vinnutíma áhafnar lauk.Tvö atvik á ábyrgð félagins hafi orðið til þess að áhöfnin rann út á tíma, annars vegar fimmtíu mínútna töf á Tenerife þar sem endurskipuleggja þurfti heimflugið og hins vegar óútskýrð töf á Shannon frá því að lent var og dæling eldsneytis hófst. Reikna má með því að staðfesting innanríkisráðuneytisins verði birt á næstu dögum.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar í sólarhringsferðalagi frá Tenerife í fyrra dauðþreyttir á seinagangi Bergur Þorri Benjamínsson var einn farþega í umræddri ferð og er orðinn þreyttur á seinagangi yfirvalda. 18. ágúst 2016 04:00 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Farþegar í sólarhringsferðalagi frá Tenerife í fyrra dauðþreyttir á seinagangi Bergur Þorri Benjamínsson var einn farþega í umræddri ferð og er orðinn þreyttur á seinagangi yfirvalda. 18. ágúst 2016 04:00