Smalaði fólki í flokkinn en braut ekki reglur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2016 15:16 Þórður sagði í stöðuuppfærslu á Facebook að hann hefði fengið nokkra vini og ættingja til að kjósa sig. Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar sem að regla sem bannar kosningasmölun tók ekki gildi fyrr en eftir að smölun lauk hefur það engin áhrif. Framkvæmd prófkjörsins var kærð af framkvæmdastjóra Pírata og kosningastjóra flokksins. Þeir kölluðu eftir úrskurði nefndarinnar um það hvort Þórður hefði gerst sekur um smölun eftir að umræður þess efnis spruttu upp á Pírataspjallinu.Sjá einnig:Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Úrskurðarnefndin leitaði álits kerfisstjóra Pírata en hann taldi ýmislegt benda til þess að Þórður hefði smalað fólki. Meðal þess var að af þeim 95 sem greiddu atkvæði voru átján sem settu Þórð í fyrsta sæti en röðuðu engum öðrum. Í stöðufærslu á Facebook viðurkenndi Þórður einnig að hafa fengið systkin sín auk tuttugu til þrjátíu aðra til að skrá sig og kjósa sig. Taldi úrskurðarnefndin því að um kosningasmölun hefði verið að ræða. „Tilgangur siðareglna í prófkjörsreglum Pírata í NV-kjördæmi var að sporna gegn slíkri smölun. Þessar reglur voru samþykktar á fundi kjördæmaráð þann 10. júlí 2016. Í þeim sömu reglum kom fram að aðeins þeir sem skráðir höfðu verið í Pírata 30 dögum fyrir upphaf prófkjörs hafi til þess kosningarétt. Prófkjörið hófst þann 8. ágúst og því gátu einungis þeir sem voru skráðir í Pírata þann 9. júlí eða fyrr tekið þátt. Því er ljóst að kosningasmölunin hafi átt sér stað áður en reglurnar sem banna slíkt voru settar.“ Af þeim sökum braut Þórður ekki af sér. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var landskosningu Pírata, um staðfestingu listans, slegið á frest. Þeirri frestun hefur nú verið aflétt. Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira
Úrskurðarnefnd Pírata telur að Þórður Guðsteinn Pétursson hafi stundað kosningasmölun í aðdraganda prófkjörs flokksins í Norðvesturkjördæmi. Þar sem að regla sem bannar kosningasmölun tók ekki gildi fyrr en eftir að smölun lauk hefur það engin áhrif. Framkvæmd prófkjörsins var kærð af framkvæmdastjóra Pírata og kosningastjóra flokksins. Þeir kölluðu eftir úrskurði nefndarinnar um það hvort Þórður hefði gerst sekur um smölun eftir að umræður þess efnis spruttu upp á Pírataspjallinu.Sjá einnig:Oddvitinn í Norðvestur vísar ásökunum um smölun til föðurhúsanna Úrskurðarnefndin leitaði álits kerfisstjóra Pírata en hann taldi ýmislegt benda til þess að Þórður hefði smalað fólki. Meðal þess var að af þeim 95 sem greiddu atkvæði voru átján sem settu Þórð í fyrsta sæti en röðuðu engum öðrum. Í stöðufærslu á Facebook viðurkenndi Þórður einnig að hafa fengið systkin sín auk tuttugu til þrjátíu aðra til að skrá sig og kjósa sig. Taldi úrskurðarnefndin því að um kosningasmölun hefði verið að ræða. „Tilgangur siðareglna í prófkjörsreglum Pírata í NV-kjördæmi var að sporna gegn slíkri smölun. Þessar reglur voru samþykktar á fundi kjördæmaráð þann 10. júlí 2016. Í þeim sömu reglum kom fram að aðeins þeir sem skráðir höfðu verið í Pírata 30 dögum fyrir upphaf prófkjörs hafi til þess kosningarétt. Prófkjörið hófst þann 8. ágúst og því gátu einungis þeir sem voru skráðir í Pírata þann 9. júlí eða fyrr tekið þátt. Því er ljóst að kosningasmölunin hafi átt sér stað áður en reglurnar sem banna slíkt voru settar.“ Af þeim sökum braut Þórður ekki af sér. Meðan málið var til meðferðar hjá úrskurðarnefndinni var landskosningu Pírata, um staðfestingu listans, slegið á frest. Þeirri frestun hefur nú verið aflétt.
Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Sjá meira