Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 19:00 Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira