Forsetinn bjartsýnn á að meirihluti myndist á Alþingi á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2016 19:00 Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Forseti Íslands er bjartsýnn á að leiðtogum stjórnmálaflokkanna takist að mynda meirihluta á Alþingi á næstu dögum, án þess að nokkur þeirra hafi formlegt umboð til þess frá honum. Brýnt sé að Alþingi komi bráðlega saman. Eftir að fullreynt var með tilraun Katrínar Jakobsdóttur til að mynda ríkisstjórn fimm flokka í fyrradag, segist forseti Íslands hafa beðið hana að kanna grundvöll fyrir viðræðum undir hennar stjórn við aðra flokka. En í gærkvöldi hefði Katrín tjáð honum að svo væri ekki. Eftir það talaði forseti við formenn aðra flokka til að afla upplýsinga og minnti þáí leiðinni áþá miklu ábyrgð sem hvíldi áþinginu að sjá til þess að ný ríkisstjórn yrði mynduð. „Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórnarmyndun hafa þróast frá kosningum og þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í samtölum mínum við forvígismenn flokkannahef ég ákveðið að veita ekki einum tilteknum formanni eða fulltrúa flokks umboð til stjórnarmyndunar að sinni,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu á Bessastöðum í dag. Fyrir skrefi sem þessu væri bæði hefð og gildar ástæður.Það var fjölmennt á Bessastöðum í gær.Vísir/Anton„Skynsamlegast er að forystufólk flokkanna á þingi kanni óformlega næstu daga hvers konar samstarf sé mögulegt enda eru slíkar viðræður þegar hafnar . Í því sambandi árétta ég mikilvægi þess að stjórnmálamennirnir rísi undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar, að sjá til þess að í landinu sé ríkisstjórn sem meirihluti á Alþingi geti sætt sig við,“ segir Guðni. Hann liti ekki þannig á stöðuna að stjórnarkreppa væri í landinu, enn væri starfsstjórn við völd. „Hún situr þar til okkur hefur tekist að mynda nýja ríkisstjórn. Þannig að það er engin ástæða til taugaveiklunar,“ sagði forsetinn. Hann sagði einnig brýnt að Alþingi kæmi saman sem fyrst og æskilegast að þá hafi verið mynduð ríkisstjórn.Hvenær telur þú æskilegt að þing komi saman og hvað gefur þú þessu ástandi sem þú ert að tilkynna um núna marga daga án þess að veita einhverjum umboðið?„Við látum það bara þróast. Ég held við verðum líka að hafa í huga að stjórnarmyndunarumboð er ekki formlegur gerningur. Það er til dæmis aldrei skriflega,“ sagði Guðni. Engin slík umboð væri að finna í skjalasöfnum. En hann sagðist bjartsýnn eftir viðtöl við leiðtoga flokkanna um að þeim takist að mynda meirihluta.Þannig að þú gerir þér kannski vonir um að þessi helgi, kannski fram á mánudag, þriðjudag, muni skila meirihluta á Alþingi?„Ég þykist að minnsta kosti viss um, eða segjum vongóður um, að við getum stigið næstu skref um helgina eða strax á eftir. En auðvitað get ég ekki lofað því.“Þú hefur þá brýnt fyrir formönnunum að halda því ekki áfram að útiloka samstarf við aðra flokka?„Já ég lýst þeirri skoðun minni að það væri ekki vænlegt til árangurs,“ segir Guðni Th. Jóhannesson.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira