Svona verður dagskráin á Innipúkanum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 14:23 Það verður einnig fjör í bænum. vísir Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Dagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.Saga Innipúkans: Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.Dagskrá Innipúkans 2016FÖSTUDAGUR tónleikadagskrá hefst kl 20:00 - Axel Flóvent - Glowie - Hjaltalín - Hórmónar - Misþyrming - Singapore Sling - Snorri Helgason - Valdimar Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og armbanda-happdrætti. Veitingasala í gangi fram á nótt.LAUGARDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Auður - Friðrik Dór - GKR - Helgi Björnsson & Boogie Trouble - Hildur - JFDR - Kött Grá Pje - Royal Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði, tónlist og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.SUNNUDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Agent Fresco - Aron Can - Emmsjé Gauti - Gangly - Grísalappalísa - Herra Hnetusmjör - Karó Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Dagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.Saga Innipúkans: Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.Dagskrá Innipúkans 2016FÖSTUDAGUR tónleikadagskrá hefst kl 20:00 - Axel Flóvent - Glowie - Hjaltalín - Hórmónar - Misþyrming - Singapore Sling - Snorri Helgason - Valdimar Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og armbanda-happdrætti. Veitingasala í gangi fram á nótt.LAUGARDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Auður - Friðrik Dór - GKR - Helgi Björnsson & Boogie Trouble - Hildur - JFDR - Kött Grá Pje - Royal Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði, tónlist og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.SUNNUDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Agent Fresco - Aron Can - Emmsjé Gauti - Gangly - Grísalappalísa - Herra Hnetusmjör - Karó Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira