Svona verður dagskráin á Innipúkanum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2016 14:23 Það verður einnig fjör í bænum. vísir Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Dagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.Saga Innipúkans: Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.Dagskrá Innipúkans 2016FÖSTUDAGUR tónleikadagskrá hefst kl 20:00 - Axel Flóvent - Glowie - Hjaltalín - Hórmónar - Misþyrming - Singapore Sling - Snorri Helgason - Valdimar Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og armbanda-happdrætti. Veitingasala í gangi fram á nótt.LAUGARDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Auður - Friðrik Dór - GKR - Helgi Björnsson & Boogie Trouble - Hildur - JFDR - Kött Grá Pje - Royal Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði, tónlist og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.SUNNUDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Agent Fresco - Aron Can - Emmsjé Gauti - Gangly - Grísalappalísa - Herra Hnetusmjör - Karó Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt. Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira
Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin í höfuðborginni um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Dagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, að þessu sinni í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið verður upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal listamanna og hljómsveita sem þar koma fram eru; Hjaltalín, Valdimar, Agent Fresco, Glowie, GKR, Hildur, Singapore Sling, Snorri Helgason, Misþyrming, Friðrik Dór, og Helgi Björnsson og Boogie Trouble sem stíga saman á stokk á laugardagskvöldi hátíðarinnar. Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á Innipúkanum stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga hátíðarinnar. Í götunni verður komið fyrir smáhýsum með bekkjum svo hátíðargestir geti notið sín sem best og þeirrar dagskrár sem þar verður boðið upp á. Má þar nefna plötusnúða, bingóleik, pöbbkviss, fatamarkað og fleira. Matarsölubásar verða þar opnir fram eftir nóttu ef fólk svengir. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.Saga Innipúkans: Innipúkinn hefur farið fram árlega frá árinu 2002 á hinum ýmsu stöðum í höfuðborginni. Margir fræknustu listamenn íslensku þjóðarinnar hafa komið fram á Innipúkanum gegnum árin. Má þar nefna Of Monsters and Men, Hjálmar, Mugison, Lay Low, Hjaltalín, FM Belfast, Valdimar, Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Botnleðja, Mínus, Trabant, Megas, Raggi Bjarna, Ómar Ragnarsson, Eyfi, Magga Stína, Jakob Frímann Magnússon og Þú og ég.Dagskrá Innipúkans 2016FÖSTUDAGUR tónleikadagskrá hefst kl 20:00 - Axel Flóvent - Glowie - Hjaltalín - Hórmónar - Misþyrming - Singapore Sling - Snorri Helgason - Valdimar Götudagskrá hefst kl 17:00 með Dj-setti og armbanda-happdrætti. Veitingasala í gangi fram á nótt.LAUGARDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Auður - Friðrik Dór - GKR - Helgi Björnsson & Boogie Trouble - Hildur - JFDR - Kött Grá Pje - Royal Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði, tónlist og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.SUNNUDAGURtónleikadagskrá hefst kl 21:00 - Agent Fresco - Aron Can - Emmsjé Gauti - Gangly - Grísalappalísa - Herra Hnetusmjör - Karó Götudagskrá hefst kl 14:00 og opnar með fatamarkaði og tónlist, síðar verður pubbkviss og sitthvað fleira gúmmelaði. Veitingasala í gangi fram á nótt.
Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjá meira