Segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um forgangsmál Höskuldur Kári Schram skrifar 12. apríl 2016 18:45 Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja eðlilegt að fjárlagafrumvarp næsta árs verði ekki lagt fram fyrr en eftir kosningarnar í haust. Forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þurfi að klára. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra boðaði forystumenn stjórnarandstöðunna til fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun til að fara yfir stöðu mála á Alþingi og framhald þingstarfa. Ráðherra lagði þó ekki fram lista yfir þau þingmál sem ríkisstjórnin vill klára fyrir kosningar né gat hann orðið við kröfu stjórnarandstöðunnar um dagsetningu kosninga í haust. „Sigurður Ingi hét því að við myndum fá dagsetningu og málaskrá sem allra fyrst. En mér finnst ég vera í nánast sömu sporum og ég var í áður en ég fór á fundinn,“ sagði Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata að loknum fundi í morgun. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir ríkisstjórnina standa við yfirlýsingar um kosningar. „Það er einfaldlega þannig að við fjármálaráðherra lýstum því yfir og flokkarnir komu sér saman um það að við þær fordæmalausu aðstæður að við myndum stytta kjörtímabilið og kosningar verða í haust. En við þurfum að finna út úr því með hvaða hætti sá tími verður nákvæmlega afmarkaður m.a. með samtali við stjórnarandstöðuna,“ segir Sigurður Ingi. Ljóst er að mörg þeirra mála sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa lagt áherslu á eru umdeild til að mynda búvörusamningar og afnám verðtryggingar. Sigurður segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um þau mál sem þarf að klára. „Við erum bara að fara yfir þann lista. Annars vegar óskir einstaka ráðherra og ráðuneyta og hins vegar mat þingmanna á því hvar málin eru stödd. Það eru fjölmörg mál en það er heilmikill þingtími eftir líka,“ segir Sigurður. Þá eru einnig skiptar skoðanir um það hvort rétt sé að klára fjárlög áður en boðað verður til kosninga. „Mér finnst ekki lagi að ríkisstjórn sem er á leið inn í kosningar nýti afl ríkisvaldsins til þess að búa til kosningafjárlög fyrir sjálfa sig. Ég sagði það skýrt á þessum fundi. Þess vegna fyndist mér eðlilegra að við myndum fresta samkomudegi Alþingis og skapa svigrúm til þess að ný ríkisstjórn geti gengið frá fjárlögum,“ segir Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira