Yfirverktaki rifti samningi vegna brota Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 07:00 Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist hafa rift samningum við undirverktaka sinn eftir að uppvíst varð um slæm kjör verkafólks hans. Mynd/aðsend Fyrirtækið Isdekora greiddi verkamönnum sem reistu vinnubúðir á Bakka norðan Húsavíkur tæplega sex hundruð króna tímakaup. Isdekora ehf. er í eigu Remigijus Norkus og starfaði sem verktaki fyrir byggingarfélagið Sandfell. sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar. Fréttablaðið greindi frá áhyggjum verkalýðsfélagsins Framsýnar af kjörum verkafólks við framkvæmdir fyrir norðan, þá við Þeistareyki, seint í mars á þessu ári. Þá greindi Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, frá því að félagið stæði í ströngu eftir að framkvæmdir hófust við Húsavík, um brot á kjörum verkafólks. Dæmi væru um hugmyndir um að greiða verkafólki tæpar sex hundruð krónur á tímann. Kjör á fimmta tug verkafólks við Þeistareyki voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Í tilfelli verkafólks sem vann hjá Isdekora sagði Aðalsteinn að umræddir starfsmenn ynnu 120-130% vinnu og væru þannig sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá kjörum verkafólks á Bakka í júlí á þessu ári. Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist engan grun hafa haft um slæm kjör verkafólks hjá undirverktaka sínum. „Enginn frá þessum verktaka vinnur fyrir Sandfell í dag og um leið og þetta varð uppvíst var gengið í málið. Ég var algjörlega grunlaus,“ segir Hreiðar um málið og að um fimm starfsmenn hafi verið að ræða en á síðari stigum framkvæmda aðeins tvo. Hann hafi áður reitt sig á sama verktaka og talið hann traustan. „Hann hefur unnið nokkrum sinnum fyrir mig og hann sagði mér að allt væri í toppstandi. Við komumst að því að þetta væri ekki í lagi og þar með var öllum samningum rift,“ segir Hreiðar og segir brot verktakans hafa verið áfall fyrir sig. „Yfirleitt er borgað yfir taxta og þegar það er greitt undir taxta þá er það algjörlega óásættanlegt,“ segir Hreiðar. „Það eru engin illindi í þessu, við þekktum hann ekki áður nema að góðu,“ ítrekar Hreiðar um riftun Sandfells á samningi við undirverktaka sinn.Geta kært fyrirtæki sem brjóta á fólki til lögreglu Í júlí áttu fulltrúar Framsýnar fund með fulltrúum Vinnumálastofnunar vegna mála sem tengjast uppbyggingu orkuiðnaðar við Húsavík. Fjöldi undirverktaka kemur að uppbyggingunni og síðan framkvæmdir hófust hafa komið upp nokkur brot sem tengjast launakjörum starfsmanna. Vinnumálastofnun mun aðstoða Framsýn í þessum málum og Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir að í flestum tilfellum leysist málin með því að kjör verkafólks séu leiðrétt. „Aðeins örfá mál hafa farið á borð lögreglu,“ segir Unnur. „Í flestum tilfellum getum við kært fyrirtæki sem brjóta á starfsfólki. Það eru hins vegar stéttarfélögin sem uppgötva brotin og því er þetta samvinnuverkefni. Félögin mætti kalla launalögreglu á vinnumarkaði,“ segir Unnur. Athugasemd til lesenda: Um er að ræða byggingarfélagið Sandfell sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar en ekki Sandfell ehf. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Fyrirtækið Isdekora greiddi verkamönnum sem reistu vinnubúðir á Bakka norðan Húsavíkur tæplega sex hundruð króna tímakaup. Isdekora ehf. er í eigu Remigijus Norkus og starfaði sem verktaki fyrir byggingarfélagið Sandfell. sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar. Fréttablaðið greindi frá áhyggjum verkalýðsfélagsins Framsýnar af kjörum verkafólks við framkvæmdir fyrir norðan, þá við Þeistareyki, seint í mars á þessu ári. Þá greindi Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, frá því að félagið stæði í ströngu eftir að framkvæmdir hófust við Húsavík, um brot á kjörum verkafólks. Dæmi væru um hugmyndir um að greiða verkafólki tæpar sex hundruð krónur á tímann. Kjör á fimmta tug verkafólks við Þeistareyki voru leiðrétt með aðkomu verkalýðsfélagsins á síðasta ári. Í tilfelli verkafólks sem vann hjá Isdekora sagði Aðalsteinn að umræddir starfsmenn ynnu 120-130% vinnu og væru þannig sviknir um hátt í þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði. Morgunblaðið greindi fyrst frá kjörum verkafólks á Bakka í júlí á þessu ári. Hreiðar Hermannsson, eigandi Sandfells, segist engan grun hafa haft um slæm kjör verkafólks hjá undirverktaka sínum. „Enginn frá þessum verktaka vinnur fyrir Sandfell í dag og um leið og þetta varð uppvíst var gengið í málið. Ég var algjörlega grunlaus,“ segir Hreiðar um málið og að um fimm starfsmenn hafi verið að ræða en á síðari stigum framkvæmda aðeins tvo. Hann hafi áður reitt sig á sama verktaka og talið hann traustan. „Hann hefur unnið nokkrum sinnum fyrir mig og hann sagði mér að allt væri í toppstandi. Við komumst að því að þetta væri ekki í lagi og þar með var öllum samningum rift,“ segir Hreiðar og segir brot verktakans hafa verið áfall fyrir sig. „Yfirleitt er borgað yfir taxta og þegar það er greitt undir taxta þá er það algjörlega óásættanlegt,“ segir Hreiðar. „Það eru engin illindi í þessu, við þekktum hann ekki áður nema að góðu,“ ítrekar Hreiðar um riftun Sandfells á samningi við undirverktaka sinn.Geta kært fyrirtæki sem brjóta á fólki til lögreglu Í júlí áttu fulltrúar Framsýnar fund með fulltrúum Vinnumálastofnunar vegna mála sem tengjast uppbyggingu orkuiðnaðar við Húsavík. Fjöldi undirverktaka kemur að uppbyggingunni og síðan framkvæmdir hófust hafa komið upp nokkur brot sem tengjast launakjörum starfsmanna. Vinnumálastofnun mun aðstoða Framsýn í þessum málum og Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir að í flestum tilfellum leysist málin með því að kjör verkafólks séu leiðrétt. „Aðeins örfá mál hafa farið á borð lögreglu,“ segir Unnur. „Í flestum tilfellum getum við kært fyrirtæki sem brjóta á starfsfólki. Það eru hins vegar stéttarfélögin sem uppgötva brotin og því er þetta samvinnuverkefni. Félögin mætti kalla launalögreglu á vinnumarkaði,“ segir Unnur. Athugasemd til lesenda: Um er að ræða byggingarfélagið Sandfell sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar en ekki Sandfell ehf. Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00 Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Brotið á verkafólki á Þeistareykjum Tugir starfsmanna fengu um 1.200 krónur á tímann síðasta sumar fyrir vinnu við uppbyggingu við Þeistareyki. Unnu 68 tíma á viku. 29. mars 2016 06:00
Dæmi um tímakaup upp á tæpar 600 krónur Grunur leikur á að brotið hafi verið alvarlega á réttindum starfsmanna á vinnusvæðinu við Bakka norðan Húsavíkur. 18. júlí 2016 11:33