Sema Erla gefur kost á sér í embætti varaformanns Samfylkingarinnar Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2016 10:27 Sema Erla Serdar er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Mynd/Aðsent Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer í júní næstkomandi. Í tilkynningu frá Semu Erlu segir að hún hafi ákveðið að taka þeim fjölmörgu áskorunum sem borist hafa og gefa kost á sér í embættið. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að Samfylkingin skipi sér áfram fremst í flokki þegar kemur að baráttunni fyrir samfélagi sem byggi á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og samstöðu.Áskoranir „Hún vill stuðla að því að Samfylkinginn haldi áfram baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og velferð, m.a. með áherslu á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, aðgengilegri húnsæðismarkað, málefni ungra- og barnafjölskyldna sem og öryrkja og aldraðra. Sema Erla telur að íslenskt samfélag standi frammi fyrir mörgum áskorunum í dag. Hún vill að Samfylkingin taki forystu í baráttunni gegn vaxandi fordómum og þjóðernisrembingi og hafni samstarfi við stjórnmálaflokka sem ala á útlendingaandúð og mismunun vegna uppruna, þjóðernis, trúar, menningar eða annarra þátta sem einkenna líf og lífstíl einstaklinga. Sema Erla segir einnig að mikilvægt sé að tryggja aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku í samfélaginu og lýsir yfir áhyggjum af kosningaþátttöku ungs fólks. Hún tekur ekki undir þær raddir sem segja að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum heldur hafi ungt fólk ekki áhuga á úreltu stjórnmálakerfi, þrætupólitík og Alþingi sem endurspegli ekki á nokkurn hátt fjölbreytileikann í íslensku samfélagi. Hún segir þjóðina eiga að koma meira að ákvarðanatöku og vill m.a. að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins,“ segir í tilkynningunni.29 ára stjórnmálafræðingur Sema Erla er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Hún er í dag formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sema Erla hefur setið í framkvæmdastjórn flokksins frá árinu 2013 og hefur auk þess tekið mikinn þátt í félagastarfi síðustu ár. Tengdar fréttir Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Sema Erla Serdar, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að bjóða sig fram í embætti varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem fram fer í júní næstkomandi. Í tilkynningu frá Semu Erlu segir að hún hafi ákveðið að taka þeim fjölmörgu áskorunum sem borist hafa og gefa kost á sér í embættið. Hún segist vilja leggja sitt af mörkum til þess að tryggja að Samfylkingin skipi sér áfram fremst í flokki þegar kemur að baráttunni fyrir samfélagi sem byggi á grunngildum jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og samstöðu.Áskoranir „Hún vill stuðla að því að Samfylkinginn haldi áfram baráttunni fyrir jöfnuði, réttlæti og velferð, m.a. með áherslu á uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, aðgengilegri húnsæðismarkað, málefni ungra- og barnafjölskyldna sem og öryrkja og aldraðra. Sema Erla telur að íslenskt samfélag standi frammi fyrir mörgum áskorunum í dag. Hún vill að Samfylkingin taki forystu í baráttunni gegn vaxandi fordómum og þjóðernisrembingi og hafni samstarfi við stjórnmálaflokka sem ala á útlendingaandúð og mismunun vegna uppruna, þjóðernis, trúar, menningar eða annarra þátta sem einkenna líf og lífstíl einstaklinga. Sema Erla segir einnig að mikilvægt sé að tryggja aðkomu ungs fólks að ákvarðanatöku í samfélaginu og lýsir yfir áhyggjum af kosningaþátttöku ungs fólks. Hún tekur ekki undir þær raddir sem segja að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum heldur hafi ungt fólk ekki áhuga á úreltu stjórnmálakerfi, þrætupólitík og Alþingi sem endurspegli ekki á nokkurn hátt fjölbreytileikann í íslensku samfélagi. Hún segir þjóðina eiga að koma meira að ákvarðanatöku og vill m.a. að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins,“ segir í tilkynningunni.29 ára stjórnmálafræðingur Sema Erla er 29 ára stjórnmálafræðingur með meistaragráðu í Evrópufræðum og Evrópurétti frá Edinborgarháskóla. Hún er í dag formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi. Sema Erla hefur setið í framkvæmdastjórn flokksins frá árinu 2013 og hefur auk þess tekið mikinn þátt í félagastarfi síðustu ár.
Tengdar fréttir Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Samfylkingin: Kosið í öll embætti á landsfundi í júní Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram helgina 3. til 4. júní næstkomandi. 10. mars 2016 18:16