Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2016 18:08 Mynd sem tekin var í Grafarvogi á fimmta tímanum af flugumferðinni yfir höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Kristófer Helgason Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia. Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki farið varhluta af því fallega veðri sem hefur verið í dag. Heiðskírt og logn, sem sagt afbragðs veður til útivistar. Því fylgir að margir hafa horft til himins og séð þar rákir eftir flugvélar sem eru á leið yfir landið. Hefur ýmsum þótt þær vera ansi margar yfir höfuðborgarsvæðinu en Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, fyrirtækisins sem stýrir flugumferð í íslenska flugstjórnarsvæðinu, segir þetta stafa af hagstæðum vindaskilyrðum yfir suðvesturhorni landsins. „Flugvélarnar eru þarna í meðvindi og eru á leið frá Evrópu til Norður-Ameríku. Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland,“ segir Guðni en allt að 8-9 farþegaþotur voru yfir suðvesturhorni landsins fyrir skemmstu. Guðni segir margar þeirra vera frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines. Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljónir ferkílómetrar að stærð og eitt það stærsta í heimi. Árið 2015 flugu 145.891 flugvél, sem er 11,5% fleiri en árið áður, rúma 209 milljónir kílómetra um íslenska flugstjórnarsvæðið. Vegalengdin er 1,4 AU, en 1 Au, stjarnfræðieining, er fjarlægðin frá jörðinni til sólar. Um 64% umferðarinnar var á vesturleið og 36% á austurleið sem stafar af ríkjandi vindáttum á svæðinu. Mikill hluti þessarar umferðar er á milli Evrópu og Norður-Ameríku, en um íslenska svæðið fer um 25% þeirrar flugumferðar. Algengasta leiðin innan flugstjórnarsvæðisins var sem fyrr frá London til Los Angeles en 2.581 ferðir voru farnar þá leið á árinu. 2.232 ferðir voru farnar frá London til Keflavíkur og 2.186 frá Keflavík til London. Þau sjö flugfélög sem flugu oftast um íslenska svæðið í fyrra eru Icelandair, United Airlines, Delta, Emirates, Lufthansa, British Airways og SAS.Sjá nánar á vef Isavia.
Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira