Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2016 08:42 Davíð Oddsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun. Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15