Davíð: Hef ekki einhvern voðalegan metnað til að verða forseti sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2016 08:42 Davíð Oddsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun. Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi segist búinn að svala öllum sínum metnaði. Hann hafi engan sérstakan metnað til þess að verða forseti – en verði hann kjörinn muni hann standa sig vel, enda komi þekking hans og reynsla í gegnum tíðina til með að nýtast þjóðinni vel. „Ég hef ekki einhvern voðalegan metnað til þess. Ég er búinn að svala öllum mínum metnaði. Ég er búinn að koma í allar hallir heimsins. Ég er búinn að fara fimm eða sex sinnum í Hvíta húsið, hitta alla kónga og fimm forseta Bandaríkjanna og allt þetta. Þannig að ég er ekkert uppnæmur yfir því þannig að ég get ekki gert það upp að ég sé eitthvað ofboðslega spenntur fyrir því,“ sagði Davíð í Bítinu á Bylgjunni. Hann sagðist hafa farið í öll þau boð sem hann hafi langað til að fara í. Nú vilji hann helst vera með barnabörnum sínum. „Ég held ég gæti verið ágætlega þægilegur í boði og myndi gera það vel held ég. Nú eru boðin sem mig langar til að vera í með sonardætrum mínum, Ástríði og Dagnýju. [...] Ég held ég geti alveg gert þetta vel en ég get ekki leikið það að ég sé hérna alveg tifandi af þrá að fá að vera forseti. Það er ekki þannig. Þannig að ef þjóðin vill fá einhvern annan þá getur hún alveg verið róleg gagnvart mér. Ég myndi taka því afskaplega vel.“Vill opna Bessastaði Aðspurður sagði Davíð að, ef hann yrði kjörinn, að fólk myndi sjá aðra hlið á honum sem fólk þekki. „Þið mynduð sjá dálítið öðruvísi Davíð,“ sagði hann. Þá sé hans mikla reynsla meðal annars til þess fallin að ekkert gæti sett hann úr jafnvægi. „En á hinn bóginn myndi ég líka vera þess konar forseti held ég að ég myndi segja sem svo að það á að færa forsetann að fólkinu. Eða fólkið að forsetanum. Það hefur verið þannig undanfarið að forsetinn hefur verið erlendis eitt ár af hverjum fjórum á kjörtímabilinu, jafnvel meira. Ég er hins vegar þannig gerður að ég vil vera heima hjá mér,“ sagði hann. Hann myndi skera niður ferðalög og dagpeningakostnað og frekar nýta peninginn í að gefa fólkinu kost á að heimsækja forsetann á Bessastöðum.Hlusta má á viðtalið við Davíð í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40 Davíð opnar á Grensás Davíð Oddsson opnar kosningamiðstöð. 11. maí 2016 13:41 Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Starfsmenn Morgunblaðsins hvattir til að skrifa undir framboð Davíðs Stendur tæpt með undirskriftir fyrir forsetaframboð Davíðs Oddssonar. 12. maí 2016 14:40
Davíðs saga Oddssonar: Einkavæðingin, Íraksstríðið, Big Mac og Bermúdaskál Það hefur vart farið framhjá mörgum að Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins er kominn í forsetaframboð. Davíð er afar umdeildur maður enda á hann að baki langan og litríkan feril í stjórnmálum sem hófst fyrir meira en 40 árum þegar hann var fyrst kjörinn í borgarstjórn árið 1974, þá 26 ára gamall. 11. maí 2016 13:15