Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:00 Ugla segist vera ýmsu vön en aldrei hafa séð slíkt magn hatursummæla. Fox/Skjáskot Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira