Ugla og kærastið hennar birta hatursummæli á Facebook Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. ágúst 2016 09:00 Ugla segist vera ýmsu vön en aldrei hafa séð slíkt magn hatursummæla. Fox/Skjáskot Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir og kærastið hennar, Fox Fisher, hafa birt hatursummæli í þeirra garð í myndasafni á Facebook. Ugla og Fox eru bæði trans aðgerðarsinnar. Fox stofnaði ásamt vini sínum síðuna My Genderation, sem ætlað var að framleiða og birta heimildarefni um málefni transfólks. Ugla hefur nýlega gengið til liðs við hann í þeirri vinnu. Þau hafa birt nokkur myndbönd saman, bæði á YouTube rás Fox og síðu My Genderation. Í kjölfar þess að síða á vegum Huffington Post, HuffPost Queer Voices, deildi myndbandi frá þeim á Facebook, hafa þau séð birt gríðarlegt magn af hatursfullum ummælum í sinn garð. Myndbandið sem um ræðir fjallar um hvað kynsegin einstaklingar geti kallað maka sína, ef þeim finnst orðið kærasti eða kærasta ekki eiga við. „Fólk sem er kynsegin er fólk sem upplifir sig ekki sem karl né konu og finnst þeirra kynvitund falla utan kynjabásanna tveggja,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Vísi. Aðspurð segist Ugla yfirleitt kalla Fox „kæró“ í daglegu tali, en að orðið kærast sé ef til vill formlegra, sem ókynjað orð yfir maka. Skjáskot af fyrrnefndri færslu fékk dreifingu á Facebook síðu The Cringe Channel og í ummælum við færsluna hefur fólk látið í sér heyra. Þar hafa birst fleiri þúsund athugasemdir, sem flestar eru gerðar til að smána og gera grín að Uglu og Fox. „Við höfum fengið þúsundir hatursfullra athugasemda á hinum ýmsu stöðum, einungis fyrir að búa til myndbönd um ást og það að vera kynsegin,“ segir Ugla.Myndasafn Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan.Sneru vörn í sókn Ugla Stefanía segist vera ýmsu vön, en að hún hafi aldrei séð hatur af þessari stærðargráðu í sinn garð fyrr. „Þetta er ekkert sem ég hef ekki séð áður og var ekki að búast við, þetta er bara svo rosalega mikið allt í einu. Ég hef aldrei upplifað svona massíft í einum rikk . Ég hef upplifað alls konar kjaftæði en af því að þetta er komið á svo stóran miðil þá eru svo margir sem hafa aðgang að því og þá eru viðbrögðin margfaldari og fleiri að segja eitthvað.“ Ugla og Fox gátu þó slegið vörn í sókn vegna þess að þau voru nýbúin að útbúa nýtt atriði fyrir My Genderation, þar sem þau gerðu grín að fólki með fordóma gagnvart transfólki. „Við vorum búin að taka það upp áður en þetta gerðist allt. Þannig að þetta kom einhvern veginn á besta mögulega tíma, að vera búin að gera þetta myndband. Þetta var bara tilbúið sem svar við öllu sem var að gerast, sem segir samt hversu fyrirsjáanlegt þetta er. Þetta átti svo vel við, en var ekkert planað sem beint svar við því.“ Ugla segir ummælin skipta þúsundum og að hún hafi eingöngu getað safnað nokkrum saman í fljótu bragði til að birta. „Þetta er svo ógeðslega mikið af kommentum að ég verð að grisja eitthvað, annars verð ég bara að þessu í allan dag.“ Myndband Uglu og Fox má sjá hér fyrir neðan
Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira