Desemberspá Siggu Kling - Vogin: Vinir þínir elska að gera sér glaðan dag með þér 2. desember 2016 09:00 Elsku spennandi vogin mín. Þú ert að einhverju leyti að fá uppreisn æru, eða með öðrum orðum að fá nýtt tækifæri í lífinu, þú ert þegar farin að finna fyrir þessu. Þú veist einhvern veginn miklu betur en oft áður hvernig þú ætlar að hafa hlutina. Orkan þín er ekki „á ég að gera þetta“ eða „á ég að gera hitt“, eins og fólkinu í vogarmerkinu er lýst. Heldur sérðu það skýrt og greinilega hvernig þú ætlar að hafa þetta. Þú ert að fara inn í miklu sterkari stöðu, og umhverfi þitt verður miklu meira verndandi en oft áður, það verður engin yfirborðsmennska tengd þér, heldur auðmýkt og kærleikur. Þessi útgeislun gerir það að fólk fer að spyrja þig út í hvort eitthvað nýtt sé að gerast, eða hvað þú hafir gert til að líta svona vel út. Þú ert með svo góðar afstöður í stjörnukortinu þínu og því mun fylgja velferð og peningar. En þú gætir átt eftir að eyða dálítið meira en þú aflar, sem er bara allt í lagi, því að þú mátt leyfa þér að leika þér út næstu tvo mánuði að minnsta kosti. Ef þú ert á lausu, hjartað mitt, þá hefur þú úr svo miklu úrvali að velja af glæstum konum eða mönnum, en það er eins og þér finnist það samt ekki nógu spennandi. Vinir þínir og kunningjar elska að gera sér glaðan dag með þér. Þú ert eins og miðjan á jólatrénu, þú heldur öllu skrauti uppi. Þér finnst stundum að þú dragist að frægu fólki en mér finnst að frægt fólk dragist að þér, kannski er svolítil yfirborðsmennska í því, en er ekki öllum skítsama um það? Þitt djúpa innsæi sendir þér skilaboð með þinni innri rödd, og þú þarft að læra betur að skynja að þú færð fleiri skilaboð frá alheiminum en jafnvel eðlilegt getur talist. Ef þú ert að hunsa innsæi þitt, sem þýðir þín fyrsta hugsun, þá getur þú dottið á rassinn. Þú átt ekki að láta aðra hafa of mikil áhrif á þig, því að það ert þú sem ert leiðtoginn. Það kemur fyrir að þú hafir of lágan leiðindaþröskuld. Þá lætur þú það sem skiptir andskotann engu máli koma þér í vont skap, þú þarft að venja þig af þessu, því að þú ert svo mikið góðmenni að fólk getur orðið hrætt við þig þegar fýkur í þig án þess að þú hafir nokkra ástæðu til. Desemberskilaboðin þín eru: Ég segi já við lífinu og öllum þeim nýjungum sem það hefur að bjóða, hugrekki er mitt mottó.Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira
Elsku spennandi vogin mín. Þú ert að einhverju leyti að fá uppreisn æru, eða með öðrum orðum að fá nýtt tækifæri í lífinu, þú ert þegar farin að finna fyrir þessu. Þú veist einhvern veginn miklu betur en oft áður hvernig þú ætlar að hafa hlutina. Orkan þín er ekki „á ég að gera þetta“ eða „á ég að gera hitt“, eins og fólkinu í vogarmerkinu er lýst. Heldur sérðu það skýrt og greinilega hvernig þú ætlar að hafa þetta. Þú ert að fara inn í miklu sterkari stöðu, og umhverfi þitt verður miklu meira verndandi en oft áður, það verður engin yfirborðsmennska tengd þér, heldur auðmýkt og kærleikur. Þessi útgeislun gerir það að fólk fer að spyrja þig út í hvort eitthvað nýtt sé að gerast, eða hvað þú hafir gert til að líta svona vel út. Þú ert með svo góðar afstöður í stjörnukortinu þínu og því mun fylgja velferð og peningar. En þú gætir átt eftir að eyða dálítið meira en þú aflar, sem er bara allt í lagi, því að þú mátt leyfa þér að leika þér út næstu tvo mánuði að minnsta kosti. Ef þú ert á lausu, hjartað mitt, þá hefur þú úr svo miklu úrvali að velja af glæstum konum eða mönnum, en það er eins og þér finnist það samt ekki nógu spennandi. Vinir þínir og kunningjar elska að gera sér glaðan dag með þér. Þú ert eins og miðjan á jólatrénu, þú heldur öllu skrauti uppi. Þér finnst stundum að þú dragist að frægu fólki en mér finnst að frægt fólk dragist að þér, kannski er svolítil yfirborðsmennska í því, en er ekki öllum skítsama um það? Þitt djúpa innsæi sendir þér skilaboð með þinni innri rödd, og þú þarft að læra betur að skynja að þú færð fleiri skilaboð frá alheiminum en jafnvel eðlilegt getur talist. Ef þú ert að hunsa innsæi þitt, sem þýðir þín fyrsta hugsun, þá getur þú dottið á rassinn. Þú átt ekki að láta aðra hafa of mikil áhrif á þig, því að það ert þú sem ert leiðtoginn. Það kemur fyrir að þú hafir of lágan leiðindaþröskuld. Þá lætur þú það sem skiptir andskotann engu máli koma þér í vont skap, þú þarft að venja þig af þessu, því að þú ert svo mikið góðmenni að fólk getur orðið hrætt við þig þegar fýkur í þig án þess að þú hafir nokkra ástæðu til. Desemberskilaboðin þín eru: Ég segi já við lífinu og öllum þeim nýjungum sem það hefur að bjóða, hugrekki er mitt mottó.Frægir í Voginni: Kári Árnason landsliðsmaður, Glúmur Baldvinsson stjórnmálafræðingur, Hjalti flugþjónn, Ingi í Sign, Jón Axel Ólafsson athafnamaður, Matt Damon leikari, Íris Berg, fatahönnuðurinn minn, Mary Poppins, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi, Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra og sjónvarpskona, Hanna Birna Kristjánsdóttir þingkona, Lilja Dögg Alfreðsdóttir alþingiskona, Ósk Gunnarsdóttir útvarpskona, María Einarsdóttir ritari stjörnuspánnar, Arnþrúður Karlsdóttir útvarp Saga.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Sjá meira