Óbærilegt að sjá enga manneskju allan daginn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. janúar 2016 20:00 Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu mötuneytis Eirborga í Grafarvogi, sem borgin rekur, eru miður sín vegna ákvörðunar um að maturinn verði ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Talsmaður íbúanna segir þá hreinlega kvíða framtíðinni og að hætta sé á að fólk einangrist félagslega. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld, leggur vanalega af stað í hádegismat í mötuneytinu í þjónustumiðstöðinni Eirborgum í Grafarvogi rétt fyrir klukkkan tólf á hádegi. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. „Þegar við gerðum okkar leigusamninga þá var okkur sagt að við myndum fá mat á hverjum degi. Um það hefur verið rifist,“ segir Jón. Íbúar geta þó alltaf fengið heimsendan mat frá borginni, sem kostar 200 krónum meira en máltíðin í mötuneytinu. „Og borða einn. Þetta eru svona plastbakkar og maturinn er settur í bakkana tveim dögum áður. Og geymt svo í kælingu. Þetta er nú ekki lystilegur matur,“ segir Jón. „Lengstu dagar sem ég hef lifað það voru dagarnir tveir um daginn, laugardagur og sunnudagur. Þetta er svo óbærilegt, að sjá enga manneskju allan daginn“, segir Sigrún Þorleifsdóttir, sessunautur Jóns. Eir óskaði eftir að taka að sér rekstur mötuneytisins en borgin vildi það ekki. Þá segir Jón að íbúarnir hafi boðist til að borga meira fyrir máltíðina um helgar og á helgidögum en að það hafi ekki verið til umræðu. Málið brennur á íbúunum en Ásta Jónsdóttir hefur fjórum sinnum á síðustu tveimur árum staðið fyrir undirskriftasöfnunum til að reyna að tryggja að það yrði áfram matur um helgar. „Fólk er ekki ánægt með þetta og fólk kvíðir fyrir framtíðinni,“ segir Ásta. Heimsendur matur geri ekkert í félagslegu tilliti. Forgangsröðunin hjá borginni sé kolröng. „Fyrr en varir eru þeir sem ráða núna orðnir eldri borgarar. Borgarstjóri er að tala um að það eigi að gera Reykjavík að ellivænni borg og það eigi að stuðla að því að fólkið búi heima sem lengst. Þetta er þvert á móti,“ segir Ásta. Tengdar fréttir Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Eldri borgarar sem nýta sér þjónustu mötuneytis Eirborga í Grafarvogi, sem borgin rekur, eru miður sín vegna ákvörðunar um að maturinn verði ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Talsmaður íbúanna segir þá hreinlega kvíða framtíðinni og að hætta sé á að fólk einangrist félagslega. Jón Gunnar Ásgeirsson, tónskáld, leggur vanalega af stað í hádegismat í mötuneytinu í þjónustumiðstöðinni Eirborgum í Grafarvogi rétt fyrir klukkkan tólf á hádegi. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. „Þegar við gerðum okkar leigusamninga þá var okkur sagt að við myndum fá mat á hverjum degi. Um það hefur verið rifist,“ segir Jón. Íbúar geta þó alltaf fengið heimsendan mat frá borginni, sem kostar 200 krónum meira en máltíðin í mötuneytinu. „Og borða einn. Þetta eru svona plastbakkar og maturinn er settur í bakkana tveim dögum áður. Og geymt svo í kælingu. Þetta er nú ekki lystilegur matur,“ segir Jón. „Lengstu dagar sem ég hef lifað það voru dagarnir tveir um daginn, laugardagur og sunnudagur. Þetta er svo óbærilegt, að sjá enga manneskju allan daginn“, segir Sigrún Þorleifsdóttir, sessunautur Jóns. Eir óskaði eftir að taka að sér rekstur mötuneytisins en borgin vildi það ekki. Þá segir Jón að íbúarnir hafi boðist til að borga meira fyrir máltíðina um helgar og á helgidögum en að það hafi ekki verið til umræðu. Málið brennur á íbúunum en Ásta Jónsdóttir hefur fjórum sinnum á síðustu tveimur árum staðið fyrir undirskriftasöfnunum til að reyna að tryggja að það yrði áfram matur um helgar. „Fólk er ekki ánægt með þetta og fólk kvíðir fyrir framtíðinni,“ segir Ásta. Heimsendur matur geri ekkert í félagslegu tilliti. Forgangsröðunin hjá borginni sé kolröng. „Fyrr en varir eru þeir sem ráða núna orðnir eldri borgarar. Borgarstjóri er að tala um að það eigi að gera Reykjavík að ellivænni borg og það eigi að stuðla að því að fólkið búi heima sem lengst. Þetta er þvert á móti,“ segir Ásta.
Tengdar fréttir Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Uppnám vegna matarleysis um helgar Hætt er að framreiða mat um helgar í félagsmiðstöð aldraðra. Borgin bendir á að hægt sé að fá matarbakka senda heim. "Félagslegi þátturinn mikilvægastur,“ segir íbúi. 14. janúar 2016 07:00