Ólafur Darri í nýjustu risamynd Spielberg: Þurfti ekki að mæta í áheyrnarprufu Stefán Árni Pálsson skrifar 8. apríl 2016 10:25 Ólafur Darri er að verða okkar allra þekktasti leikari. VÍSIR/ANTON „Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð mér hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. Ólafur fer með hlutverk risa í kvikmyndinni og þurfti hann ekki einu sinni að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Þetta kemur fram í viðtali sem Digital Spy tók við íslenska leikarann sem sló rækilega í gegn á þessu ári þegar hann fór með aðalhlutverkið í Ófærð. Ólafur segist hafa hitt Ninu Gold, sem hefur yfirumsjón með leikaravali í myndinni, og eftir það hafi Spielberg haft samband við hann. „Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnaprufa og svo virðist sem að þegar Steven hefur tekið einhverja ákvörðun, þá stendur hún bara. Það var frábær tilfinning og vonandi stóðst ég væntingar hans.“ Kvikmyndin Big Friendly Giant kemur í kvikmyndahús í sumar og er þetta ein stærsta mynd ársins frá Disney. „Ég get lítið tjáð mig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk ég fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni og hefur Ólafur aðeins góða hluti um hann að segja. „Mark er mjög auðmjúkur og frábær maður, og vissulega stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og tel að hann eigi svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“ Myndin verður frumsýnd 1. júlí í Bandaríkjunum og 22. júlí í Evrópu. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
„Hann hafði bara samband við mig upp úr þurru og bauð mér hlutverk í myndinni,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, um hlutverk sitt í risamynd Steven Spielberg, The BFG. Ólafur fer með hlutverk risa í kvikmyndinni og þurfti hann ekki einu sinni að fara í áheyrnarprufu fyrir hlutverkið. Þetta kemur fram í viðtali sem Digital Spy tók við íslenska leikarann sem sló rækilega í gegn á þessu ári þegar hann fór með aðalhlutverkið í Ófærð. Ólafur segist hafa hitt Ninu Gold, sem hefur yfirumsjón með leikaravali í myndinni, og eftir það hafi Spielberg haft samband við hann. „Það var magnað að finna fyrir áhuga frá Spielberg. Það var enginn áheyrnaprufa og svo virðist sem að þegar Steven hefur tekið einhverja ákvörðun, þá stendur hún bara. Það var frábær tilfinning og vonandi stóðst ég væntingar hans.“ Kvikmyndin Big Friendly Giant kemur í kvikmyndahús í sumar og er þetta ein stærsta mynd ársins frá Disney. „Ég get lítið tjáð mig um hlutverkið, enda hefur það hvergi verið gefið upp hvaða hlutverk ég fer með í myndinni. Mark Rylance fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni og hefur Ólafur aðeins góða hluti um hann að segja. „Mark er mjög auðmjúkur og frábær maður, og vissulega stórkostlegur leikari. Ég er mikill aðdáandi og tel að hann eigi svo sannarlega skilið að fá Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni.“ Myndin verður frumsýnd 1. júlí í Bandaríkjunum og 22. júlí í Evrópu. Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira