Sigmundur Davíð kallar Kára mannvin og miskunnsaman samfélagsrýni Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2016 12:06 vísir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti nú rétt í þessu pistil þar sem hann beinir máli sínu sérstaklega að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Skærur þeirra á ritvellinum hafa þegar ratað í fréttir, til dæmis hér þar sem vitnað er í Kára með það að Sigmundur Davíð hafi reynt að vera skemmtilegur á sinn kostnað en hann sé reyndar fýldur út í allt og alla, þá sérstaklega „þjóðina sem hann á að stjórna“. Ágreiningsefni þeirra snúa að heilbrigðiskerfinu, og undirskriftasöfnun Kára sem er undir yfirskriftinni „endurreisn heilbrigðiskerfisins“ og er nú komin vel yfir 50 þúsund undirskriftir. Pistil sinn hefur Sigmundur Davíð á því að segja að „pennavinur minn, Kári Stefánsson mannvinur,“ hafi tekið því óstinnt upp að hann væri Kára sammála um mikilvægi stórefldrar eflingar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Sigmundur Davíð segir jafnframt að Kári virðist telja að hann hafi verið að gera grín að sér. „Ég skal viðurkenna að ég þykist ekki skilja skilgreiningu Kára Stefánssonar á húmor en ég á bágt með að sjá að nokkuð í tölfræðinni sem ég benti á hafi verið til þess fallið að gera grín að Kára eða grín yfir höfuð.“ Og það sé einnig sem hinn „miskunnsami samfélagsrýnir“ heldur um afstöðu Sigmundar til fátækari ríkja. Sigmundur snýr sér þá að því að efast um að Kári kynni að fara með tölur. „Þegar sýnt var fram á það í sjónvarpsþætti að Kári færi rangt með tölur og að bæði samanburðurinn og viðmiðin voru röng voru viðbrögðin hefðbundinn fúkyrðaflaumur með fullyrðingum um að fólki sem gagnrýndi hann væri sama um þá sem minna mega sín eða vildi viðhalda þjáningum.“ Víst er að Sigmundur Davíð ætlar sér ekki að láta Kára Stefánsson eiga nokkuð inni hjá sér. Meðan fylgjast áhugamenn um þjóðmálaumræðu og örlög hins íslenska heilbrigðiskerfis spenntir með. Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra birti nú rétt í þessu pistil þar sem hann beinir máli sínu sérstaklega að Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Skærur þeirra á ritvellinum hafa þegar ratað í fréttir, til dæmis hér þar sem vitnað er í Kára með það að Sigmundur Davíð hafi reynt að vera skemmtilegur á sinn kostnað en hann sé reyndar fýldur út í allt og alla, þá sérstaklega „þjóðina sem hann á að stjórna“. Ágreiningsefni þeirra snúa að heilbrigðiskerfinu, og undirskriftasöfnun Kára sem er undir yfirskriftinni „endurreisn heilbrigðiskerfisins“ og er nú komin vel yfir 50 þúsund undirskriftir. Pistil sinn hefur Sigmundur Davíð á því að segja að „pennavinur minn, Kári Stefánsson mannvinur,“ hafi tekið því óstinnt upp að hann væri Kára sammála um mikilvægi stórefldrar eflingar heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Sigmundur Davíð segir jafnframt að Kári virðist telja að hann hafi verið að gera grín að sér. „Ég skal viðurkenna að ég þykist ekki skilja skilgreiningu Kára Stefánssonar á húmor en ég á bágt með að sjá að nokkuð í tölfræðinni sem ég benti á hafi verið til þess fallið að gera grín að Kára eða grín yfir höfuð.“ Og það sé einnig sem hinn „miskunnsami samfélagsrýnir“ heldur um afstöðu Sigmundar til fátækari ríkja. Sigmundur snýr sér þá að því að efast um að Kári kynni að fara með tölur. „Þegar sýnt var fram á það í sjónvarpsþætti að Kári færi rangt með tölur og að bæði samanburðurinn og viðmiðin voru röng voru viðbrögðin hefðbundinn fúkyrðaflaumur með fullyrðingum um að fólki sem gagnrýndi hann væri sama um þá sem minna mega sín eða vildi viðhalda þjáningum.“ Víst er að Sigmundur Davíð ætlar sér ekki að láta Kára Stefánsson eiga nokkuð inni hjá sér. Meðan fylgjast áhugamenn um þjóðmálaumræðu og örlög hins íslenska heilbrigðiskerfis spenntir með.
Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Sjá meira
Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28
Kári Stefánsson setur af stað undirskriftasöfnun fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur hafið undirskriftasöfnun til stuðnings kröfunni um endurreisn heilbrigðiskerfisins. 22. janúar 2016 09:47
Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29
Kári segir Sigmund fýldan út í allt og alla: „Þá sérstaklega þjóðina sem hann á að stjórna“ Segir forsætisráðherra eiga að taka fátækari þjóðir sér til fyrirmyndar í stað þess að lítilsvirða þær. 26. janúar 2016 15:07
Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55