Vegir enn lokaðir vegna veðurs: Stórhríð fram undir hádegi en jólakyrrð í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 08:55 Vindaspáin á landinu á hádegi í dag. mynd/veðurstofan Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira