Kemur ekki til greina að afgreiða frumvörp um stjórnarskrá á sumarþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júlí 2016 16:19 Þingmaður Pírata segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að setja lengur á valdastólum. Vísir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir frumvörp stjórnarskrárnefndar vera örvæntingarfulla tilraun Framsóknarflokksins til þess að sitja lengur á valdastólum. Ekki komi til greina að málin verði kláruð fyrir kosningar í haust. Stjórnarskrárnefnd afhenti forsætisráðherra fyrir helgi frumvörp að þremur nýjum stjórnarskrárákvæðum um þjóðareign á náttúruauðlindum, umhverfis og náttúruvernd og þjóðaratkvæðagreiðslu að kröfu hluta kjósenda. Birgitta segir tillögurnar mjög vondar, þær séu útþynning á tillögum sem stjórnlagaráð samþykkti árið 2011.Það er ríkur vilji meðal stjórnmálaflokka að breyta stjórnarskránni, þó auðvitað með mismunandi hætti, væri ekki hægt að hugsa sér að þessar tillögur séu áfangi á þeirri vegferð?„Nei, í fyrsta lagi er ekkert tillit tekið til hundrað umsagna sem nefndinni voru sendar. Í öðru lagi er þetta einhver allokaðasta nefnd sem einhverntímann hefur verið til,“ segir Birgitta. Í frumvarpi nefndarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslur kemur fram að 15 prósent kosningabærra manna geti krafist þess að lög frá Alþingi verði borinn undir þjóðina í atkvæðagreiðslu. Til þess að hnekkja lögum samkvæmt ávæðinu þarf meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslu, þó minnst fjórðungur kosningabærra manna, að synja þeim samþykkis. „Að hafa svona háan þröskuld á hversu margir mæta á kjörstað er talið, meðal annars af Feneyjarnefndinni títtnefndu ólýðræðislegt. Við getum ekki fellt okkur við það að þjóðinni sé færður aukinn réttur til aðkomu að málum en á sama tíma sé rétturinn skertur á þennan hátt,“ segir Birgitta.Sigurður Ingi Jóhannson forsætisráðherra hefur boðað að frumvörpin verði lögð fram á Alþingi í ágúst. Birgitta segir þó ekki koma til greina að klára málin fyrir kosningar í haust. „Þetta á að fara í gegnum þingið með miklu hraði með tugi annarra mála sem ríkisstjórnin vill ná í gegn. Mér finnst þetta vera örvæntingarfull leið hjá Framsóknarflokknum til þess að fá að sitja lengur og fresta því að boða til kosninga,“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33 Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18 Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Leggja til að 15 prósent geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu Stjórnarskrárnefnd hefur afhent forsætisráðherra þrjú frumvörp til stjórnarskipunarlaga 7. júlí 2016 11:33
Forsætisráðherra vill frumvörp um stjórnarskrá á sumarþing Forsætisráðherra hyggst leggja fram frumvörp að breytingum á stjórnskipunarlögum á sumarþingi. Stjórnarskrárnefnd hefur nú skilað af sér þremur lagafrumvörpum sem formaður nefndarinnar segir endurspegla það sem næst komist málamiðlun milli flokkanna um umdeild atriði. 7. júlí 2016 19:18
Breytingafrumvörp gætu dagað uppi Engin samstaða náðist um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu í vinnu stjórnarskrárnefndar. Framsal valdheimilda er álitið nauðsynlegt til að Ísland geti orðið aðili að Evrópusambandinu. 8. júlí 2016 07:00