Ábending í Guðmundar- og Geirfinnsmáli ekki glæný Snærós Sindradóttir skrifar 16. júní 2016 07:00 Þessi mynd birtist á forsíðu Vísis 14. janúar 1980. Mynd/Bragi Guðmundsson Ábending til lögreglu um hvarf Guðmundar Einarssonar barst á allra síðustu árum en kom ekki til skoðunar fyrr en endurupptökunefnd fékk ábendinguna í hendur fyrir skömmu. Tveir menn voru handteknir á mánudagsmorgun og yfirheyrðir af lögreglu vegna málsins en Guðmundur Einarsson hvarf þann 26. janúar 1974. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður og hlotið refsidóma. Mönnunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. „Þetta mál lýtur að ábendingu sem barst upphaflega til lögreglu, þaðan til setts ríkissaksóknara sem kemur henni svo á framfæri við endurupptökunefnd. Við í nefndinni óskuðum í kjölfarið eftir því við settan ríkissaksóknara að hann myndi hlutast til um rannsókn á þessari ábendingu. Síðan er það lögreglan að sjálfsögðu sem afgreiðir það hvernig þeir standa að rannsókninni,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Guðmundur Einarsson var átján ára gamall þegar hann fór með tveimur félögum sínum á ball í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardagskvöldið 26. janúar 1974. Hann varð viðskila við vini sína í lok dansleiksins en sjónarvottur segist hafa séð Guðmund gangandi skammt frá. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Björgunarsveitir og lögregla leituðu Guðmundar um nokkra hríð þar til ákveðið var að hætta leit. Næstum tveimur árum síðar, upp úr miðjum desember 1975, voru Erla Bolladóttir og Sævar Ciesielski í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni vegna póstsvikamáls. Í langri yfirheyrslu 20. desember það sama ár er Erla spurð hvort eitthvað sé hæft í þeim sögusögnum sem lögreglu hafi borist til eyrna, að Sævar hafi verið viðriðinn hvarfið á Guðmundi. Vitnisburður Erlu leiðir til handtöku Kristjáns Viðars Viðarssonar og Tryggva Rúnars Leifssonar. Sævar og Tryggvi Rúnar játuðu fljótlega aðild sína að dauða Guðmundar. Þeir drógu játningarnar til baka í byrjun 1977 en voru samt dæmdir ábyrgir fyrir dauða Guðmundar. Um áratugaskeið hafa mennirnir og fjölskyldur þeirra barist fyrir því að nafn þeirra verði hreinsað. Endurupptökunefnd hefur málið til skoðunar en starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmálin komst að þeirri niðurstöðu að framburður sakborninganna sex hefði ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur, meðal annars vegna ómannúðlegar meðferðar og langrar einangrunarvistar. Dóttir Tryggva Rúnars, Kristín Anna Tryggvadóttir, hafði ekki fengið nýjar upplýsingar um málið þegar frétt Morgunblaðsins var birt í gærmorgun. Hún segir málið mjakast hægt en mjakast þó. „Í raun og veru er það sjúklega leiðinlegt að einhver hafi þurft að burðast með þetta í öll þessi ár. Það er einhver þarna úti sem veit betur eða veit meira en við. Það getur ekki verið auðvelt fyrir heilvita manneskju að burðast með svona upplýsingar, hvort sem hún veit eitthvað í málinu eða er gerandi í málinu. Það hlýtur að vera mannskemmandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.vísir/gva Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ábending til lögreglu um hvarf Guðmundar Einarssonar barst á allra síðustu árum en kom ekki til skoðunar fyrr en endurupptökunefnd fékk ábendinguna í hendur fyrir skömmu. Tveir menn voru handteknir á mánudagsmorgun og yfirheyrðir af lögreglu vegna málsins en Guðmundur Einarsson hvarf þann 26. janúar 1974. Þeir hafa báðir komið við sögu lögreglu áður og hlotið refsidóma. Mönnunum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu. „Þetta mál lýtur að ábendingu sem barst upphaflega til lögreglu, þaðan til setts ríkissaksóknara sem kemur henni svo á framfæri við endurupptökunefnd. Við í nefndinni óskuðum í kjölfarið eftir því við settan ríkissaksóknara að hann myndi hlutast til um rannsókn á þessari ábendingu. Síðan er það lögreglan að sjálfsögðu sem afgreiðir það hvernig þeir standa að rannsókninni,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Guðmundur Einarsson var átján ára gamall þegar hann fór með tveimur félögum sínum á ball í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði laugardagskvöldið 26. janúar 1974. Hann varð viðskila við vini sína í lok dansleiksins en sjónarvottur segist hafa séð Guðmund gangandi skammt frá. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Björgunarsveitir og lögregla leituðu Guðmundar um nokkra hríð þar til ákveðið var að hætta leit. Næstum tveimur árum síðar, upp úr miðjum desember 1975, voru Erla Bolladóttir og Sævar Ciesielski í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni vegna póstsvikamáls. Í langri yfirheyrslu 20. desember það sama ár er Erla spurð hvort eitthvað sé hæft í þeim sögusögnum sem lögreglu hafi borist til eyrna, að Sævar hafi verið viðriðinn hvarfið á Guðmundi. Vitnisburður Erlu leiðir til handtöku Kristjáns Viðars Viðarssonar og Tryggva Rúnars Leifssonar. Sævar og Tryggvi Rúnar játuðu fljótlega aðild sína að dauða Guðmundar. Þeir drógu játningarnar til baka í byrjun 1977 en voru samt dæmdir ábyrgir fyrir dauða Guðmundar. Um áratugaskeið hafa mennirnir og fjölskyldur þeirra barist fyrir því að nafn þeirra verði hreinsað. Endurupptökunefnd hefur málið til skoðunar en starfshópur um Guðmundar- og Geirfinnsmálin komst að þeirri niðurstöðu að framburður sakborninganna sex hefði ýmist verið óáreiðanlegur eða falskur, meðal annars vegna ómannúðlegar meðferðar og langrar einangrunarvistar. Dóttir Tryggva Rúnars, Kristín Anna Tryggvadóttir, hafði ekki fengið nýjar upplýsingar um málið þegar frétt Morgunblaðsins var birt í gærmorgun. Hún segir málið mjakast hægt en mjakast þó. „Í raun og veru er það sjúklega leiðinlegt að einhver hafi þurft að burðast með þetta í öll þessi ár. Það er einhver þarna úti sem veit betur eða veit meira en við. Það getur ekki verið auðvelt fyrir heilvita manneskju að burðast með svona upplýsingar, hvort sem hún veit eitthvað í málinu eða er gerandi í málinu. Það hlýtur að vera mannskemmandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.vísir/gva
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira