Íslendingarnir sagðir vera til fyrirmyndar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2016 07:00 Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason með íslenska áhangendur í baksýn að loknum leik Íslands og Portúgals á EM í fótbolta. vísir/Vilhelm Íslendingar stóðu sig ekki einvörðungu frábærlega innan vallar þegar íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi, heldur var hegðun fjölmargra stuðningsmanna Íslands í Saint-Étienne í fyrradag til fyrirmyndar. Þetta segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið sem ræddi við hann í Annecy, bækistöðvum íslenska liðsins, í gær. „Það var ótrúlegt að horfa á þá meðan á leiknum stóð en ekki var síðra að ræða við þá sem sjá um öryggismál á vellinum. Yfirmaðurinn í Saint-Étienne var í skýjunum yfir framferði íslensku stuðningsmannanna,“ segir Víðir en reikna má með að minnst sjö þúsund stuðningsmenn Íslands hafi verið á leiknum. „Þeir voru ekki bara háværir og hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir til sóma. Við fengum líka frábærar umsagnir um þá frá þeim sem sjá um opnu stuðningsmannasvæðin (e. fan zone). Ég er því stoltur Íslendingur í dag.“ Víðir segir að hann hafi enga tilkynningu fengið um mál sem hafi komið upp í tengslum við íslenska áhorfendur í Saint-Étienne. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína í miðbæ borgarinnar strax um hádegisbilið og nutu blíðunnar þar til þeir héldu á leikvanginn undir kvöldið. „Það getur vel verið að einhver mál hafi komið upp sem ég hef ekki heyrt um. En það eru engin stórmál í gangi og allir þeir öryggisaðilar sem við erum í samskiptum við eru mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir við að stuðningsmenn Portúgals hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar. „Það var enginn aðskilnaður á milli stuðningsmanna í stúkunni. Portúgalar voru í okkar hópi og öfugt. En það komu engin vandamál upp, sem er meiriháttar. Það virtist öllum vel til vina.“ Ísland á næsta leik sinn á laugardag, gegn Ungverjalandi í Marseille. Þar létu rússneskar og enskar fótboltabullur öllum illum látum fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Víðir segir að sú uppákoma muni ekki hafa áhrif. „Allt sem snýr að Íslandi liggur ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir þá ferð hefst í dag [í gær] og leikmenn í liðinu munu þá fá allar upplýsingar um hvernig málum verði háttað. Við eigum ekki von á að neitt sem gerðist í Marseille um helgina hafi áhrif á það sem við munum gera, hvorki fyrir leikmenn né stuðningsmenn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Íslendingar stóðu sig ekki einvörðungu frábærlega innan vallar þegar íslenska landsliðið gerði 1-1 jafntefli við Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi, heldur var hegðun fjölmargra stuðningsmanna Íslands í Saint-Étienne í fyrradag til fyrirmyndar. Þetta segir Víðir Reynisson, öryggisfulltrúi KSÍ, við Fréttablaðið sem ræddi við hann í Annecy, bækistöðvum íslenska liðsins, í gær. „Það var ótrúlegt að horfa á þá meðan á leiknum stóð en ekki var síðra að ræða við þá sem sjá um öryggismál á vellinum. Yfirmaðurinn í Saint-Étienne var í skýjunum yfir framferði íslensku stuðningsmannanna,“ segir Víðir en reikna má með að minnst sjö þúsund stuðningsmenn Íslands hafi verið á leiknum. „Þeir voru ekki bara háværir og hvöttu liðið áfram, heldur voru þeir til sóma. Við fengum líka frábærar umsagnir um þá frá þeim sem sjá um opnu stuðningsmannasvæðin (e. fan zone). Ég er því stoltur Íslendingur í dag.“ Víðir segir að hann hafi enga tilkynningu fengið um mál sem hafi komið upp í tengslum við íslenska áhorfendur í Saint-Étienne. Fjölmargir stuðningsmenn lögðu leið sína í miðbæ borgarinnar strax um hádegisbilið og nutu blíðunnar þar til þeir héldu á leikvanginn undir kvöldið. „Það getur vel verið að einhver mál hafi komið upp sem ég hef ekki heyrt um. En það eru engin stórmál í gangi og allir þeir öryggisaðilar sem við erum í samskiptum við eru mjög ánægðir,“ segir Víðir og bætir við að stuðningsmenn Portúgals hafi einnig sýnt sínar bestu hliðar. „Það var enginn aðskilnaður á milli stuðningsmanna í stúkunni. Portúgalar voru í okkar hópi og öfugt. En það komu engin vandamál upp, sem er meiriháttar. Það virtist öllum vel til vina.“ Ísland á næsta leik sinn á laugardag, gegn Ungverjalandi í Marseille. Þar létu rússneskar og enskar fótboltabullur öllum illum látum fyrir leik liðanna um síðustu helgi. Víðir segir að sú uppákoma muni ekki hafa áhrif. „Allt sem snýr að Íslandi liggur ljóst fyrir. Undirbúningurinn fyrir þá ferð hefst í dag [í gær] og leikmenn í liðinu munu þá fá allar upplýsingar um hvernig málum verði háttað. Við eigum ekki von á að neitt sem gerðist í Marseille um helgina hafi áhrif á það sem við munum gera, hvorki fyrir leikmenn né stuðningsmenn.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira