Skjálftavirkni í eldstöðinni Öræfajökli vekur eftirtekt Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júní 2016 22:27 Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm. Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Smáskjálftavirkni hefur aukist í eldstöð Öræfajökuls undanfarna mánuði sem vísindamenn telja vert að fylgjast með. Þrjú önnur eldfjöll sýna þó ákveðnari merki um að vera að undirbúa gos. Öræfajökull er ekki aðeins stærsta fjall Íslands, heldur einnig stærsta eldfjallið, og sagan sýnir að þaðan má búast við öðru en litlum túristagosum. „Hann hefur gosið tvisvar sinnum á sögulegum tíma, bæði skiptin stórum gosum sem vissulega voru áhrifamikil á sínum tíma. Næsta gos í þeirri eldstöð verður það væntanlega líka,“ segir Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Og nú spyrja vísindamenn hvort vaxandi smáskjálftavirkni, sem mælst hefur í Öræfajökli frá áramótum, sé vísbending um eitthvað meira.Öræfajökull séður frá Skaftafelli.Mynd/Vilhelm„Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að það sé smávægileg aukning í smáskjálftavirkni í Öræfajökli, í eldstöðinni sjálfri. Það er eftirtektarvert. Það er ekki komið á neitt hættustig eða þess háttar. En það er eftirtektarvert.“ Páll telur að sem eldstöð sé Öræfajökull skyldastur Eyjafjallajökli en gosið þar fyrir sex árum átti sér langan aðdraganda. „Þá tók það Eyjafjallajökul átján ár, frá því við tókum fyrst eftir vaxandi skjálftavirkni, þar til gos kom. Við erum að tala um svoleiðis tímaskala í þessu tilviki.“ Hann telur líklegra að aðrar eldstöðvar verði fyrri til. „Bæði Hekla og Grímsvötn eru að nálgast gos. Bárðarbunga sýnir ótvíræð merki um að hún er ekkert sofnuð eftir umbrotin í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að þessar þrjár spræku sýna ótvíræð merki um kvikuhreyfingar. Það er helst Katla sem er róleg þessa stundina, aldrei þessu vant. Hún er óvenju róleg, miðað við síðustu ár og áratugi,“ segir Páll Einarsson.Frá eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010.Vísir/Vilhelm.
Tengdar fréttir Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Skjálftahrina í toppgíg Öræfajökuls Jarðskjálftahrina sem varð í Öræfajökli fyrir þremur vikum hefur vakið athygli jarðvísindamanna og spurningar um hvort þetta stærsta eldfjall Íslands bæri á sér á næstunni. 12. september 2011 19:30