Guðni leiðir þegar lokatölur liggja fyrir í fjórum kjördæmum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júní 2016 07:39 Verðandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, ásamt eiginkonu sinni, Elizu, á kosningavöku sinni. vísir/hanna Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Lokaniðurstöður forsetakosninganna liggja fyrir. Alls greiddu 185.390 manns atkvæði og var kjörsókn því 75,7 prósent. Það er nokkrum meira heldur en í síðustu kosningum, árið 2012, þegar kjörsókn var 69,3 prósent. Guðni Th. Jóhannesson er réttkjörinn forseti Íslands en hann hlaut 39,1 prósent atkvæða. Halla Tómasdóttir hlaut 27,9 prósent. Andri Snær Magnason hlaut fleiri atkvæði en Davíð Oddson en báðir eru með um fjórtán prósent. Þá endar Sturla Jónsson með 3,5 prósent. Upphafleg frétt 07.39 Lokatölur í fjórum kjördæmum af sex liggja fyrir. Reykjavíkurkjördæmi suður var síðasta kjördæmið til að skila lokatölum af þeim sem skilað hafa af sér. Lokatölur skortir hins vegar úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins kemur fram að kjörsókn í Reykjavík suður hafi verið rétt yfir 74 prósentum. Guðni Th. Jóhannesson hlaut mest fylgi eða tæp 39 prósent. Halla Tómasdóttir fylgdi næst á eftir honum með 23,5 prósent og Andri Snær Magnason halut rúm nítján. Borgarstjórinn fyrrverandi, Davíð Oddsson, fékk 13,6 prósent og Sturla Jónsson tæp fjögur. Fjórir frambjóðendur fengu undir einu prósenti atkvæða. Staðan yfir landið allt er svipuð og í áðurnefndu kjördæmi að því leiti að Halla Tómasdóttir er með meira fylgi á landsvísu á kostnað Andra Snæs. Guðni Th. er sem stendur með 38,9 prósent þeirra atkvæða sem talin hafa verið en Halla hlaut 28,2 prósent. Andri Snær er með 14,2 prósent á landsvísu en kjör annarra er á pari við það sem reifað var hér á undan.Uppfært 08.05 Lokatölur hafa skilað sér úr Norðausturkjördæmi. Nú er aðeins beðið eftir norðvesturkjördæmi. Kjörsókn í Norðausturkjördæmi var rúmlega 76 prósent og hlaut Guðni Th. Jóhannesson 45,1 prósent. Halla Tómasdóttir hlaut 31 prósent, Davíð Oddsson rúm ellefu, Andri Snær tæp níu og Sturla Jónsson 2,5 prósent. Aðrir hlutu minna en eitt prósent. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.Uppfært 09.15 Lokatölur úr Norðvesturkjördæmi hljóðuðu á þann veg að Guðni Th. fékk 42 prósent en Halla tíu prósentum minna. Davíð Oddsson hlaut 14,1 prósent og Andri Snær helmingi færri atkvæði. Sturla Jónsson fékk 3,2 prósent. Upplýsingar um tölur og kjörsókn eru fengnar af vef Ríkisútvarpsins.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49 Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40 Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Halla: „Til hamingju Guðni og Eliza“ Allt útlit er fyrir að Halla Tómasdóttir verði í önnur í forsetakjörinu. 26. júní 2016 00:49
Heilræði Ólafs: Forsetinn stendur einn að lokum Ólafur Ragnar telur niðurstöður kosninganna fagnaðarefni fyrir lýðræðið. 26. júní 2016 01:40
Sagnfræðingurinn Guðni Th. segist vera að upplifa ótrúlega sögu Þegar Vísir náði tali af Guðna Th. Jóhannessyni sagnfræðingi sem verður að öllum líkindum næsti forseti Íslands var hann staddur á kosningavöku með stuðningsmönnum sínum á Grand Hóteli í Reykjavík. 26. júní 2016 01:44