Fjölmiðlum kennt um slakt gengi í forsetakosningum Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2016 12:13 Flestir forsetaframbjóðendur og stuðningsmenn þeirra kvörtuðu sáran undan fjölmiðlum og töldu þá vera sér andsnúna. Óli Björn Kárason fjölmiðlamaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fjölmiðla hafa verið ósanngjarna í garð Davíðs Oddssonar. Hann telur ástæðu til að rannsaka þá sérstaklega í kjölfar forsetakosninga og þá sérstaklega Ríkisútvarpið. Fjölmiðlar voru mjög í brennidepli í þeim forsetakosningum sem fram komu. Nánast allir forsetaframbjóðendur, ef undan er skilinn nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson, kvörtuðu sáran undan fjölmiðlum og settu fram alvarlega ávirðingar á hendur þeim.Illir fjölmiðlarÍ umræðuþætti á RÚV hélt Davíð Oddsson því beinlínis fram að RÚV væri með „sinn frambjóðanda“ og var þá að vísa til þrálátrar umræðu úr ranni stuðningsmanna sinna og reyndar Ástþórs Magnússonar, að Guðni væri í raun frambjóðandi Ríkissjónvarpsins. Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi hélt því til dæmis fram að hún hafi verið niðurlægð í Spegli Rásar 1, Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi gerði að sérstöku umfjöllunarefni það að hann hafi ekki fengið nægan tíma í sjónvarpi og Erla Gunnlaugsdóttir, upplýsingafulltrúi framboðs Davíðs, sagði í Fréttatímanum fjölmiðla hlutdræga gegn Davíð: „Við höfðum gert með okkur barnslegar hugmyndir um að fjölmiðlar þættust vera óháðir,“ segir Erla. Spurð hvort Morgunblaðið hafi ekki vegið upp á móti þar, segi hún að ef fréttaflutningur blaðsins sé skoðaður, þá komi í ljós að það eigi ekki við rök að styðjast að blaðið styðji sérstaklega við Davíð.“Óli Björn telur vert að rannsaka fjölmiðla sérstaklega og þátt þeirra í nýafstöðunum forsetakosningum -- sérstaklega RÚV.Í raun má segja að umræða um fjölmiðla, og meint annarleg sjónarmið sem þar eiga að hafa ráðið för hafi verið sem rauður þráður í þessari kosningabaráttu.Kosningabaráttan stuðningsmönnum Davíðs til mikils sómaÞetta sjónarmið, sem sjá má hjá Erlu, kristallaðist svo að nokkru í kosningasjónvarpi RÚV í gærkvöldi en eftir að fyrstu tölur komu fram var tekið hús á þeim í kosningamiðstöð Davíðs og þeir Óli Björn og Eyþór Arnalds stjórnmála- og athafnamaður, voru teknir tali. Þeir áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. „Fylgið við Höllu er miklu meira en skoðanakannanir sýndu fyrir nokkrum vikum. Og fylgið við Guðna er næstum helmingi minna en hann var með í fyrstu. Þetta sýnir það að skoðanakannanir eru ekki kosningar.“ Niðurstaðan átti svo eftir að verða sú að Davíð mátti lúta í lægra haldi fyrir Andra Snæ Magnasyni í baráttunni um fjórða sætið. Óli Björn viðurkenndi að þeir hafi átt von á því að Davíð yrði sterkari. „Við erum hins vegar mjög sátt við þessa kosningabaráttu. Og Davíð hefur komið fram með þeim hætti að það er honum og okkur, stuðningsmönnum hans, til mikils sóma.“Davíð heillaði en það kom ekki fram í fjölmiðlumÞá var tekið til við að greina hver væri ástæða þessarar útkomu og þá beindust spjótin fljótlega að fjölmiðlum. „Ég held að fólk hafi ekki verið komið með skýra sýn á frambjóðendurna. Guðni var, í raun og veru, nokkuð óskrifað blað þegar hann kemur fram fyrst og fær þá næstum 70 prósent fylgi,“ sagði Eyþór. Hann telur að fólk hafi þurft að kynnast frambjóðendum.Eyþór segir að hvar sem Davíð hafi farið, hafi hann heillað mannskapinn, en þetta komst ekkert í gegn í fjölmiðlum.„Ég held að það væri gott að fólk, og fjölmiðlar, myndu læra af því og taka ekki skoðanakönnunum sem kosningum. Og gera meira að því að kynna framboðin. Þetta er skólabókardæmi um það. Varðandi Davíð, allstaðar þar sem hann náði að koma koma og hitta fólk, þá heillaði hann fólk, en ég held að það hafi ekki náð að komast í gegnum fjölmiðlana. Það er í raun og veru það sem tókst ekki.“RÚV ósanngjarnt í garð DavíðsÓli Björn lýsti sig sammála þessu og taldi sérstakt tilefni, eftir þessar forsetakosningar, að fara yfir hvernig fjölmiðlar hafa tekið á þessari kosningabaráttu. „Það er alveg sérstakt umræðu og rannsóknarefni. Og sérstaklega sá fjölmiðill sem við erum í hér í kvöld.“ Hann sagði að sú umræða yrði að vera í fullkominni alvöru og hreinskilni. „Og ég vona að Ríkisútvarpið þoli þá umræðu og taki þátt í henni og lofi þá gagnrýnendum líka að koma í þá umræðu á vettvangi Ríkisútvarpsins.“Ertu að segja að Ríkisútvarpið hafi verið ósanngjarnt í garð Davíðs, spurði fréttamaður RÚV? „Já, við þurfum ekkert að fara mjög yfir það, og þá er ég ekki að tala um að það hafi verið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart Davíð Oddssyni. Ég held að það hafi verið ósanngjarnt gagnvart líka fleiri frambjóðendum. Og hvernig svona uppsetningin hefur verið. En, eins og ég segi, þetta er umræðuefni sem menn ættu að taka í rólegheitum þegar vötnin verða orðin lygn eftir þessar kosningar.“ Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Óli Björn Kárason fjölmiðlamaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins telur fjölmiðla hafa verið ósanngjarna í garð Davíðs Oddssonar. Hann telur ástæðu til að rannsaka þá sérstaklega í kjölfar forsetakosninga og þá sérstaklega Ríkisútvarpið. Fjölmiðlar voru mjög í brennidepli í þeim forsetakosningum sem fram komu. Nánast allir forsetaframbjóðendur, ef undan er skilinn nýkjörinn forseti Guðni Th. Jóhannesson, kvörtuðu sáran undan fjölmiðlum og settu fram alvarlega ávirðingar á hendur þeim.Illir fjölmiðlarÍ umræðuþætti á RÚV hélt Davíð Oddsson því beinlínis fram að RÚV væri með „sinn frambjóðanda“ og var þá að vísa til þrálátrar umræðu úr ranni stuðningsmanna sinna og reyndar Ástþórs Magnússonar, að Guðni væri í raun frambjóðandi Ríkissjónvarpsins. Hildur Þórðardóttir forsetaframbjóðandi hélt því til dæmis fram að hún hafi verið niðurlægð í Spegli Rásar 1, Andri Snær Magnason forsetaframbjóðandi gerði að sérstöku umfjöllunarefni það að hann hafi ekki fengið nægan tíma í sjónvarpi og Erla Gunnlaugsdóttir, upplýsingafulltrúi framboðs Davíðs, sagði í Fréttatímanum fjölmiðla hlutdræga gegn Davíð: „Við höfðum gert með okkur barnslegar hugmyndir um að fjölmiðlar þættust vera óháðir,“ segir Erla. Spurð hvort Morgunblaðið hafi ekki vegið upp á móti þar, segi hún að ef fréttaflutningur blaðsins sé skoðaður, þá komi í ljós að það eigi ekki við rök að styðjast að blaðið styðji sérstaklega við Davíð.“Óli Björn telur vert að rannsaka fjölmiðla sérstaklega og þátt þeirra í nýafstöðunum forsetakosningum -- sérstaklega RÚV.Í raun má segja að umræða um fjölmiðla, og meint annarleg sjónarmið sem þar eiga að hafa ráðið för hafi verið sem rauður þráður í þessari kosningabaráttu.Kosningabaráttan stuðningsmönnum Davíðs til mikils sómaÞetta sjónarmið, sem sjá má hjá Erlu, kristallaðist svo að nokkru í kosningasjónvarpi RÚV í gærkvöldi en eftir að fyrstu tölur komu fram var tekið hús á þeim í kosningamiðstöð Davíðs og þeir Óli Björn og Eyþór Arnalds stjórnmála- og athafnamaður, voru teknir tali. Þeir áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum. „Fylgið við Höllu er miklu meira en skoðanakannanir sýndu fyrir nokkrum vikum. Og fylgið við Guðna er næstum helmingi minna en hann var með í fyrstu. Þetta sýnir það að skoðanakannanir eru ekki kosningar.“ Niðurstaðan átti svo eftir að verða sú að Davíð mátti lúta í lægra haldi fyrir Andra Snæ Magnasyni í baráttunni um fjórða sætið. Óli Björn viðurkenndi að þeir hafi átt von á því að Davíð yrði sterkari. „Við erum hins vegar mjög sátt við þessa kosningabaráttu. Og Davíð hefur komið fram með þeim hætti að það er honum og okkur, stuðningsmönnum hans, til mikils sóma.“Davíð heillaði en það kom ekki fram í fjölmiðlumÞá var tekið til við að greina hver væri ástæða þessarar útkomu og þá beindust spjótin fljótlega að fjölmiðlum. „Ég held að fólk hafi ekki verið komið með skýra sýn á frambjóðendurna. Guðni var, í raun og veru, nokkuð óskrifað blað þegar hann kemur fram fyrst og fær þá næstum 70 prósent fylgi,“ sagði Eyþór. Hann telur að fólk hafi þurft að kynnast frambjóðendum.Eyþór segir að hvar sem Davíð hafi farið, hafi hann heillað mannskapinn, en þetta komst ekkert í gegn í fjölmiðlum.„Ég held að það væri gott að fólk, og fjölmiðlar, myndu læra af því og taka ekki skoðanakönnunum sem kosningum. Og gera meira að því að kynna framboðin. Þetta er skólabókardæmi um það. Varðandi Davíð, allstaðar þar sem hann náði að koma koma og hitta fólk, þá heillaði hann fólk, en ég held að það hafi ekki náð að komast í gegnum fjölmiðlana. Það er í raun og veru það sem tókst ekki.“RÚV ósanngjarnt í garð DavíðsÓli Björn lýsti sig sammála þessu og taldi sérstakt tilefni, eftir þessar forsetakosningar, að fara yfir hvernig fjölmiðlar hafa tekið á þessari kosningabaráttu. „Það er alveg sérstakt umræðu og rannsóknarefni. Og sérstaklega sá fjölmiðill sem við erum í hér í kvöld.“ Hann sagði að sú umræða yrði að vera í fullkominni alvöru og hreinskilni. „Og ég vona að Ríkisútvarpið þoli þá umræðu og taki þátt í henni og lofi þá gagnrýnendum líka að koma í þá umræðu á vettvangi Ríkisútvarpsins.“Ertu að segja að Ríkisútvarpið hafi verið ósanngjarnt í garð Davíðs, spurði fréttamaður RÚV? „Já, við þurfum ekkert að fara mjög yfir það, og þá er ég ekki að tala um að það hafi verið sérstaklega ósanngjarnt gagnvart Davíð Oddssyni. Ég held að það hafi verið ósanngjarnt gagnvart líka fleiri frambjóðendum. Og hvernig svona uppsetningin hefur verið. En, eins og ég segi, þetta er umræðuefni sem menn ættu að taka í rólegheitum þegar vötnin verða orðin lygn eftir þessar kosningar.“
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels