Varað við stormi, úrkomu og vatnavöxtum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2016 16:26 Varað er við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu um landið vestanvert í nótt, en austan til á morgun. Vísir/GVA Veðurstofa Íslands varar við úrkomu og vatnavöxtum í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér en spáð er talsverðri rigningu um landið sunnan-og vestanvert seint í dag og fram yfir hádegi á morgun. Búast má við að mesta úrkoman verði í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 50 millimetra. Sérstaklega er varað við vexti í ám á Snæfellsnesi, á Hvítársvæðinu (bæði vestur og suður af Langjökli), kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Þá er fólk beðið um að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og sérstaklega ef fara þarf yfir ár, þar sem vöð geta orðið varhugaverð. Þá er á vef Veðurstofunnar varað við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu um landið vestanvert í nótt, en austan til á morgun. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi sé reiknað með hviðum á bilinum 30 til 40 metrar á sekúndu frá því undir miðnætti í kvöld og fram undir kl. 09 í fyrramálið. Um helgina er síðan útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með vætusömu og mildu veðri en líkur eru á að á sunnudaginn verði fyrsta asahláka ársins með miklum hlýindum. Því má gera ráð fyrir vatnavöxtum um mest allt land og að afrennsli gæti orðið mjög mikið. Við slíkar aðstæður gæti skriðuhætta aukist. Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Veðurstofa Íslands varar við úrkomu og vatnavöxtum í tilkynningu sem hún hefur sent frá sér en spáð er talsverðri rigningu um landið sunnan-og vestanvert seint í dag og fram yfir hádegi á morgun. Búast má við að mesta úrkoman verði í kringum fjöll og jökla á þessum svæðum og gæti sólarhringsúrkoma farið vel yfir 50 millimetra. Sérstaklega er varað við vexti í ám á Snæfellsnesi, á Hvítársvæðinu (bæði vestur og suður af Langjökli), kringum Eyjafjalla- og Mýrdalsjökul og við sunnanverðan Vatnajökul. Þá er fólk beðið um að sýna aðgát í nágrenni vatnsfalla og sérstaklega ef fara þarf yfir ár, þar sem vöð geta orðið varhugaverð. Þá er á vef Veðurstofunnar varað við stormi, meira en 20 metrum á sekúndu um landið vestanvert í nótt, en austan til á morgun. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi sé reiknað með hviðum á bilinum 30 til 40 metrar á sekúndu frá því undir miðnætti í kvöld og fram undir kl. 09 í fyrramálið. Um helgina er síðan útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með vætusömu og mildu veðri en líkur eru á að á sunnudaginn verði fyrsta asahláka ársins með miklum hlýindum. Því má gera ráð fyrir vatnavöxtum um mest allt land og að afrennsli gæti orðið mjög mikið. Við slíkar aðstæður gæti skriðuhætta aukist.
Veður Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira