Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? Ég heiti Jón Gnarr og verð 11 ára í maí.
Hver er eftirlætisnámsgreinin þín í skólanum? Mér finnst íþróttir skemmtilegasta námsgreinin.
Hver eru helstu áhugamálin þín og af hverju? Helsta áhugamál mitt er leiklist, ég hef leikið í tveimur bíómyndum og tónlistarmyndbandi. Svo var ég reyndar að prófa að hanna hálsmen og fannst það gaman.
Segðu okkur meira frá því. Mig langaði í hálsmen fyrir jólin og ég fór í nokkrar búðir en leist ekki á neitt, ég fékk þá hugmynd að gera Gay Pride-fánann því allir ættu að hafa sama rétt og það finnst mér jólin snúast um. Í Leynibúðinni á Laugavegi 55 er verið að búa til skartgripi og starfsfólkið þar var til í að búa hálsmenið til fyrir mig og gerði líka nokkur önnur sem eru til í Leynibúðinni.
Hvernig tónlist fílarðu best? Rapp og dubstep.
Fékkstu bók eða bækur í jólagjöf og þá hverja eða hverjar? Ég fékk eina bók, hún heitir Þín eigin goðsaga og er eftir Ævar Þór Benediktsson.
Hvernig leikur þú þér oftast? Í tölvuleikjum og Sannleikanum eða kontor.
Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar mest að verða leikari.
Finnst að allir ættu að hafa sama rétt
Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
