Þórunn átti erfitt með að gangast við þjóðerni sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 11:15 Þúsundir hafa leitað aðstoðar á Lesbos Vísir/AFP „Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
„Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent